10.6.2009 | 09:50
Hálfnuð!!!
Ótrúlegt en satt, meðgangan er hálfnuð. Mér hefur fundist þessi tími hrikalega lengi að líða en aðeins hraðar þó eftir að síþreytan minnkaði og ógleðin fór. Eftir því sem líður lengra frá síðustu blæðingu verð ég rólegri og tíminn fer að líða hraðar. Ef allt kemur vel út úr 20 vikna sónar á morgun ætla ég að biðja spúsuna um að ná í barnfötin upp á loft svo ég geti skoðað, flokkað og sett í kassa. Vantar líka yfirsýn yfir það sem við eigum og það sem okkur vantar.
Svo þarf ég að fara að komast á taubleiukynningu þar sem mig langar að fara byrja að sanka nokkrum þannig að mér. Ætla að nota gömlu, góðu gasbleiurnar fyrst og cover yfir og fara svo helst yfir í one size bleiur þegar barnið eldist. Á samt eftir að nota bréfið í bland, þegar við förum í heimsókn og svona en vona að mér gangi vel með tauið.
Svo vil ég mála eldhúsið og fá listana upp inni í svefnherbergi (einhver sem vill koma og saga fyrir mig og bora þar sem Hrund er ekkert á leiðinni að gera þetta??? Já, ég er mjög bitur yfir þessu, hún vill bara smíða hjá öðru fólki) og láta laga sturtuna en iðnaðarmaðurinn sem átti að gera það hefur gufað upp og ekkert látið heyra í sér. Bíð líka eftir málaranum sem ætlar að mála þakið.
Svo mikið að gera krakkar mínir.
Inn á milli reyni ég samt að hugsa ekki of mikið og stressa á mig hlutunum og hugsa bara um kúlusúkkið. Það er núna komið með smá hár og pínulitlar augabrúnir og það er óðum að sléttast úr húðinni þar sem það er að safna fituforða. Innra eyrað er að þróast og ekki langt í það að barnið geti munað lög eftir fæðingu sem ég syng fyrir það núna. Á ungi.is stendur þetta
Vöðvar barnsins styrkjast með hverjum deginum. Lappirnar eru í réttum hlutföllum við líkamann frá og með þessum tímapunkti. Hreyfingar barnsins verða nú enn flóknari og líkari fimleikum en áður. Þessar hreyfingar verða líklega daglegt brauð og þá sérstaklega þegar móðirin leggst út af. Barnið vex hratt og er nú um helmingur af þeirri stærð sem það verður í við fæðingu en aðeins um 12% af þeirri þyngd sem þá verður. Nú er barnið um 22,5 cm langt og 380 grömm.
Dásamlegt.
Sónar á morgun og ég er svo hrikalega stressuð eitthvað. Vona bara að það sé allt í lagi með krílið. Og fyrir þá sem ekki vita það þá ætlum við ekki að fá að vita kynið og ég vona að krílið sýni okkur það ekki óumbeðið.
Meira á morgun.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.