Pressa

Það er soooooldið mikil pressa á mér að eiga fyrir helgi. Síðasti dagurinn til þess að skrá sig úr námskeiði er 1. nóvember og samkvæmt Fæðingarorlofssjóði verð ég að vera með fulla töflu alveg þangað til barnið er fætt (af hverju af hverju af hverju) en svo er þeim alveg sama hvað ég klára og hvað ég geri. Ég get því ekki sagt mig úr námskeiði fyrr en barninu þóknast að koma í heiminn. Komi það ekki fyrir helgi fæ ég fall í þeim tveimur námskeiðum sem ég ætla ekki að klára.

Manneskja með minn metnað og einkunnasýki finnst mjög ófyndið að vera með tvö föll á námsferlinum og það í fögum sem ég mætti aldrei í. Og það til þess að fá þessar tvær krónur á mánuði sem fæðingarstyrkurinn er. Ég meina, ég er að fá 50.000 kalli minna en ef ég væri á atvinnuleysisbótum. Skýr skilaboð sem maður fær sem námsmaður, ég er bara búin að vera að dúlla mér í einhverju ómerkilegu og ég og mitt barn megum éta það sem úti frýs þess vegna (sem verður ekki raunin hjá mér þar sem ég á konu á ofurlaunum (hoho) og hef erft peningavit móður minnar, lesist: ég er með þetta allt á hreinu).

Svo komdu úúúúút krílus. Settur dagur á morgun og 40 vikur er alveg nóg. Svo sagði samnemandi minn mér sem átti barn fyrir tveimur vikum að miðvikudagur væri kjörinn dagur til að eiga á (hún átti á miðvikudegi) þar sem það væri lasagne í matinn í Hreiðrinu á fimmtudögum og ógisslega gott, ristað brauð með. Hún mælti með því að horfa á Kiljuna en hún fór einmitt sjálf af stað yfir henni.

Komaso.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Díana ég vona heitt og innilega að litli bumbubúinn sé mættur á svæðið... og já nákvæmlega afhverju afhverju afhverju - var einmittað segja mig úr 2 námskeiðum...

sigrún steingríms 31.10.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband