Þetta er dagurinn

Settur dagur í dag!!!

Skrítin tilfinning.

Það sem ég finn mest fyrir núna er ...

... viiiiiiðbjóðsleg þreyta. Byrjaði að fá verki og samdrætti yfir fréttum í gær sem hélst stöðugt til sex í morgun. Varð ekki að almennilegum hríðum (samt meiri verkir en á föstudaginn þegar ég fékk líka falshríðar í 10 tíma) en var of vont til að ég gæti sofið nokkuð nema frá sex til átta þegar þetta datt niður. Ég bara bið og vona að þessir verkir og samdrættir hafi haft einhver áhrif og ég sé alveg að malla af stað.

Mægður kysstu bumbuna áður en þær fóru út úr húsi áðan og báðu krílus að koma út í dag. Merkisstund þegar Rakel gerði x á dagatalinu yfir daginn í dag (búin að gera það við hvern dag í október). Eftir að hafa beðið síðan ég var komin 12 vikur gat hún loks sagt að í dag ætti barnið að koma. Vona hennar vegna og allra vegna að þetta verði bara dagurinn.

Koddu.

ps. Miðað við hvað það eru margir sem skoða bloggið á dag þá eru þið ekki dugleg að kommenta. Verð bara að segja það sko.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð alltaf spennt eftir nýju bloggi en er ekki mjög dugleg að kvitta :)

Til hamingju með settan dag og vonandi fer nú eitthvað að gerast hjá þér, sérstaklega svo þú getir fengið þér lasagne á morgun ;)

Helga Björg 28.10.2009 kl. 10:09

2 identicon

Ég stefni þokkalega á lasagne, nenni ekki að fara með nesti.

dr 28.10.2009 kl. 11:47

3 identicon

Mig langar svo ógeðslega að sjá þig svona kas kas. En einhvernveginn er allt í einu bara kominn settur dagur, þú að springa og ég búin að liggja í flensu. Er reyndar orðin hress sem fress svo að það er aldrei að vita nema ég nái að sjá þig fyrir barnsburð!

Bjarndís

Bjarndís 28.10.2009 kl. 14:11

4 identicon

Er voða hrædd um að þú verðir að þrauka aðeins lengur elskan mín :o/ en það er aldrei að vita.

koss á kúlu og í kot

Odda Podda 28.10.2009 kl. 14:46

5 identicon

Til hamingju með daginn, ótrúlegt að dagurinn sé kominn! ;)

Bíð spennt eftir fréttum og ég vona að kúlíó fari að láta sjá sig!

Dagný 28.10.2009 kl. 15:24

6 identicon

Komment komment komment :) 

Les alltaf hjá þér skvís.  Gangi þér vel með bumbulíus :)

Arna 31.10.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband