Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
10.12.2008 | 09:37
Jóla ...
... tré var keypt í gær. Fórum í Blómaval og keyptum útlenskt tré í ár. Keyptum íslenskt í fyrra af því að þau eru svo falleg og ný tré gróðursett í staðinn fyrir hin. Það hins vegar stingur svakalega og Rakelitan átti mjög erfitt með að skreyta það. Svo felldi það barr eins og því væri borgað fyrir það og þegar maður er með barn sem er sífellt að reyna að dansa í kringum tréð og leika sé í því þá er það bara ekki hægt. Fundum sko flottasta útlenska tréð, starfsamaðurinn var sammála okkur um það, sagðist hafa verið að horfa á það allan daginn. Núna er það að hvíla sig úti á svölum, veit líklega hvað bíður sín. Þarf að vera fínt og brosa út í eitt allan daginn án þess að láta á sjá.
Robbi hringdi og spjallaði við Sprundina (Já, þau þarna sem eiga barn saman töluðu saman í staðinn fyrir að ég talaði við Robba, eitthvað sem stundum, bara stundum, lætur mér líða eins og ég eigi þrjú börn en ekki eitt því oft þarft að mata hluti ofan í þau öll, englana mína. Hvar væru þau án mín? Skötuhjúin hafa oft þakkað mér fyrir að vera hluti af lífi þeirra og Rakelar, pínu haltur leiðir blindan dæmi hjá þeim, Rakel finnst ég aðallega ráðrík held ég. Ég hef allavega lyklavöld á þessu heimili hvort sem mér líkar það betur eða verr, vildi samt eiginlega bara hafa fullkomna stjórn eða enga, svona er maður klikkaður) um jólin, samtal sem ég kvíði á hverju ári. Vil ekkert vesen, engin leiðindi, vil bara halda jól með barninu mínu en leyfa því líka að njóta pabba síns. Ég held að það sé svona að komast hefð á þetta hjá okkur: Ef Robbi er ekki að vinna fer Rakel í heimsókn til hans á Þorláksmessu en fer með okkur niður í bæ um kvöldið. Hún er svo hjá okkur á aðfangadag og fer til pabba síns annaðhvort á jóladag eða annan í jólum og er yfir nótt ef það er mögulegt. Við skiptum svo gamlárs á milli ára.
Í ár er Robbi að vinna á Þoddlák svo ég og Rakel verðum líklega bara að dúlla okkur þangað til Hrund kemur heim en þá förum við á okkar árlega rölt. Það er aldrei að vita nema við kíkjum á tendó á aðfangadag eða fáum hana hingað, viljum allavega endilega hitta hana í einn kaffibolla en svo erum við bara þrjár, flottasta fjölskylda í heimi í matnum. Mammar, Valur fyrrverandi fósturpa og systkini koma svo eftir matinn (mömmu leiðist bara svo án mín, þannig er það bara) og við ætlum bara að hafa það kósý. Æðislegt bara. Rakel fer svo til pabba síns eftir samkomulagi milli jóla og nýárs en við erum með hana á gamlárs. Jei!
19. desember þarf ég að elda súpu fyrir eitthvað um 40 manns. Eruði ekki að grínast í mér. Það er gaman að prófa einu sinni að halda afmælið saman en ég hef á tilfinningunni að þetta sé aðeins of kreisí til þess að gera þetta alltaf. Það verður mun meira af fólki í þessu blessaða barnaafmæli heldur en í fermingunni minni, hvað þá stúdentsveislunni. O, my lord. Ég er bara ein lítil stelpukona sem eignaðist allt í einu tröllabarn sem á 550 nána ættingja.
Í gær fékk ég kvíðakast. Það hlaut að koma að því. Það lýsir sér þannig að ég er t.d. að læra en næ ekki að einbeita mér. Ég byrja að súmma út, sé allt í þoku, vælandi sónn í eyranu, á erfitt með andadrátt, get ekki hugsað. Náði mér loks niður og skrifaði nákvæmt plan. Hvað ég ætla að læra á hverjum degi og hvað ég á eftir að gera fyrir jólin. Hvern ég þarf að hitta fyrir prófin og hvenær. Held að þetta sé nokkurn veginn á hreinu. Á bara eftir að plana einn hitting með Gyðu og einhverjum en Gyða er að drukkna í prófum akkúrat núna svo ég vil ekki trufla hana. Hún nýtur friðhelgi frá plönum mínum sem er mjög sérstakt, búin að plana hitting með hinum. Sýnist ég ná að klára þetta allt. Púlsinn var samt á milljón í gær. Fór í nálastungur og Linda spurði mig hvort ég hefði verið að hlaupa. Ég labbaði nú bara af biðstofunni og inn til hennar svo ekki var það þess vegna sem hjartað var á leið út úr brjóstinu. Svo var ég svo stressuð að ég mundi ekki hvað ég ætlaði að gera á eftir sem var að ná í verkefni upp í skóla. Djöfull. Var orðin svo stressuð þegar við vorum búnar að kaupa jólatréð að ég var komin með minn kunnulega stressmagaverk og gat varla gengið. Tók svo góða læritörn heima hjá mömmu og gat slakað á með Hrund áður en ég fór að sofa. Díses. Er bara nokkuð róleg í dag. Planið í huga mér er á rípít.
Á mánudaginn fór Hrund í próf í kvöldskólanum og við Rakel heim til mömmu að færa Elísabet gjöf og borða köku. Amma og afi komu líka og við sungum fyrir Bebe (sem Rakel benti á hugsi á að ENGINN vissi núna hvort hún væri kona eða stelpa) og höfðum gaman. Rakel hafði daginn áður fengið að setja upp fjárhúsið hennar mömmu og raða einhverjum dýrlingum eða englum og Jesú og co. og svona. Mamma spurði svo hvort hún hefði verið að breyta eitthvað röðinni á fígúrunum þar sem við sátum og átum köku á mánudaginn. Já, Rakel hafði verið að leika sér og ekkert með það, mátti alveg sko. Henni fannst hins vegar nauðsynlegt að skýra nýja uppröðun betur:
'Þeir sem eru úti (en ekki inni í fjárhúsinu) þeir eru úti að reykja'
Sagði barnið hátt og snjallt.
Í fyrsta lagi talar enginn heima hjá okkur um að fara út að reykja, við förum (eða ég fór, hætt sko, liggaliggalái, nei djók, það er hundleiðinlegt) út á svalir.
Í öðru lagi voru amma og afi antireykingarmenn sitthvoru megin við mig í sófanum.
Í þriðja lagi var þetta svo sjúklega fyndið að ég næstum kafnaði á kökunni.
'Ha, hvað sagði hún' spurði amma sem ég var ekki svo leið yfir akkúrat á þessari stundu að væri hálf heyrnarlaus.
'Út að reykja. Gera þær það, fóstrurnar á leikskólanum hjá henni' spurði afi.
Dísús.
Elísabet var eldrauð í framan og horfði upp í loft í von um að geta hætt að hlæja. Mamma hristist á stólnum af hlátri sem og ég. Hljóðum hlátri samt. Sást bara að að ég var að springa af því að tárin láku niður kinnarnar og niður á kökuna. Græt alltaf þegar ég hlæ.
Hún fer alveg með mig stundum, rauðhaus.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2008 | 15:11
Stórmerkilegt
Það er alveg stórmerkilegt hvað námskeið, og þá líka meðaleinkunn þeirra, geta verið mismunandi. Núna eins og svo oft er fólk alveg að skíta á sig fyrir Forna málið I, mismikið að sjálfsögðu, ónefnt tvíeyki á t.d. pottþétt eftir að fá 9 eða þar í kring. Ef ekki, þá er það vegna þess að prófið var helvíti.
Mér fannst forna málið erfitt og ég grenjaði mikið yfir því. Ég gat hins vegar ekki grenjað utan í neinum samnemanda þar sem ég þekkti engan með mér í námskeiðinu og eftir á sé ég að það hefur áhrif á einkunnir þínar, í alvöru. Stundum. Alla önnina grenjaði ég hins vegar mun meira út af setningarfræði. Ég bara skildi hana ekki og var viss um, og hef aldrei áður né eftir það verið raunverulega viss, að ég hefði fallið. Kom í ljós að meðaleinkunnin var 6 og ég var langt yfir henni. Af þeim 51 sem tóku prófið voru 9 sem féllu og 5 manns með hærra en ég. Kom í ljós að meðaleinkunnin í forna málinu var 6,5. Ég var líka yfir henni. Af þeim 44 sem tóku prófið voru 4 sem féllu og 11 sem voru með hærra en ég. Kannski ekkert svo slæmt.
Núna er setningarfræðin víst ekki svo rosalega flókin, enda annar kennari og já, bara ekki alveg sama námsefni. Ég er eiginlega pínu spennt að sjá hver meðaleinkunnin úr þessum fyrrnefndu tveimur fögum verður núna.
Svo bara verð ég að komast yfir það að einkunnirnar mínar séu ekki góðar. Ég er með þessa fínu meðaleinkunn og flottar einkunnir og þegar ég fer að skoða tölfræði í fögunum sé enn betur að ég hef staðið mjög vel.
Ég hefði samt viljað fá hærra í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Æ, og fullt af öðrum fögum líka. Núna er ég hætt að skrifa áður en ég verð óánægð aftur.
En ég er búin að fara fyrir efnið fyrir strauma og stefnur. Ætla að byrja að glósa á morgun, taka mér svo pásu í því og fara að læra fyrir málfræðiprófið í spænsku sem er á föstudaginn.
Farin út með sjóþotuna. Aftur. Ætla að fara í göngutúr með Rakel, ég labba, hún situr. Reyni að fara út að labba í 20-30 mín. á hverjum degi núna þegar ég er að læra. Hef eitthvað þyngst aftur og ég ætla bara að sleppa ykkur við það að lesa um hvernig það lætur mér líða. Óþarfi að græta ykkur líka.
Nei, bíðið. Þótt ég hafi kannski þyngst eitthvað pínu aftur þá tekur það ekki frá mér þann frábæra árangur sem ég hef náð í haust: að standa í stað og léttast hægt og bítandi inn á milli. Húrra fyrir mér! Þetta hefur mér ekki tekist, hvorki að standa í stað né léttast á eðlilegan máta, síðan ég var 13 ára. Þetta er bara ótrúlegt afrek. Og þið elskið mig þótt ég sé með undirhöku og vömb. Eins gott því annars fáið þið enga jólagjöf. Í alvöru talað þá gefur þessi árangur mér svo mikið. Hann gefur mér fullvissuna um það að baráttan er ekki glötuð. Að þótt ég geti aldrei orðið alveg frísk þá get ég samt orðið frískari en ég er núna.
Aldrei að gefast upp.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2008 | 09:51
Arg!
Hár: Eins og alltaf það sem ég kann best að meta við sjálfa mig
Hæð: Eins og með hárið, úbersátt og hef verið síðan ég ákvað að vera það
Þyngd: Veldur mér endalausri kvöl, er aldrei til friðs, étur upp hamingju mína
Geð: Ekki gott, ljótar hugsanir of margar, samviskubit yfir að borða mat yfirþyrmandi, hræðsla, ótti
Stress: 8 á skalanum 1-10 og fer hækkandi. Jólatré, bakstur, þrif, eldamennska, barnsfaðir og planleggingar, jólgjafamálun (ekki spyrja), sinna barni, afmæli, fugl. Reyna að sofa og borða eðlilega (stress og vanlíðan vekur hjá mér rosalega löngun til að borða, áður hefði ég gert það og ælt en það er bannað að æla, þess vegna breytist ég í fíl bráðum). Læra. Sjitt. Ég gleymdi næstum að skrifa það.
Sígarettur: 0 í 8 daga (ömurlega leiðinlegt, það er svo gaman að reykja)
Áfengiseiningar: Engar síðan í afmælinu hennar Gyðu (ömurlega leiðinlegt, það er svo gott að drekka)
Elísabet Rósin mín á afmæli í dag. Til hammara með ammara einasta, fallegast, ljúfasta, yndislegasta systir mín sem ég beið eftir í mörg ár og hef elskað svo mikið síðan ég leit hana fyrst augum. Kenndi þér að reima, kenndi þér faðirvorið, passaði þig eins og þú værir mitt eigið kríli, huggaðið þig, skeindi þig, svæfði þig, las fyrir þig, söng fyrir þig, hjálpaði þér á pínóinu ... Með hverju árinu minnkar aldursmunurinn á milli okkar. Sakna þess að vera ekki heima hjá mömmu að læra í prófunum og taka mér pásur og spjalla við þig (ég er bíllaus og þar sem ég þarf alltaf að sækja Rakel þá er ég bara föst hérna heima). Sjáumst á eftir þegar ég kem með gjöfina.
Ég man núna hvað ég ætlaði að segja í síðasta bloggi. Þegar við mamma fórum að kaupa gleraugun mín fengum við okkur að borða á eftir á Santa María. Mamma hafði heyrt um staðinn en hvorug okkar farið þar inn. Þetta er mexíkóskur staður á Laugarveginum í eigu Mexikana og konunnar hans. Allir réttir kosta 990 krónur og eru réttirnir alveg týpiskir mexíkóskir. Nammmmmmmmm. Þarna eru ekta MAÍSTORTILLUR, salsa verde, frijolitos ... Ég fann bragð sem ég hefi ekki fundið síðan ég var úti í M-Ameríku, bragð sem ég hélt að ég myndi ekki finna á næstunni. Ég táraðist úr nostalgíu þegar ég fór að hugsa um fósturömmu, fincuna og tortillurnar hennar í Costa Rica, um fyndnustu ömmuna í heiminum sem ég á Nicaragua og baunirnar og tortillurnar og eggin sem föðursystur mínar elduðu handa mér og Tinnu og svo auðvitað um mig og Tinnu í Mexíkó. Æðislegt.
Þeir voru enga stund að töfra fram réttina handa okkur mömmu og á meðan spottaði ég eigandann. Ekkert smá sætur, ungur strákur með latinosvip, svartar krullur og í íslenskri lopapeysu. Hann var mikið að horfa á mig, pottþétt að velta þjóðerni mínu fyrir sér. Eftir þess dýrindismáltíð fórum við og borguðum og töluðum við eigandann og hrósuðum staðnum og matnum. Þið verðið að fara þangað. Tinna, hefurðu farið þangað? Ég veit þú elskar þennan mat eins og ég. Og Gyða ef þú gerir það líka pant fara með þér þangað einhvern tíma. Og svo allir hinir sem hafa ekki verið í Mið- eða Suður-Ameríku en fíla svona mat. Svo var sér matur fyrir los gringos, kanana, hehehe. T.D. hægt að fá hamborgara og franskar og svo hið alameríska hveititortilluburrito.
Tók mér smá lærdómspásu í gær og fór á lagersölu hjá Manni lifandi. Var reyndar ekki mikið af mat en ég keypti tröllahafra og grillaða papriku í hummusið mitt, hlaup með ávaxtasafa og án litarefna (fyrir Rakel um jólin eða eitthvað), spelt pasta, krydd og svolítið af snyrtivörum. Núna á ég líka mosagrænan augnblýant úr þessari uppáhaldslínu minni (á brúnan, svartan og skærgrænan og svo maskara) og tvo mismunandi liti af glossi og græna augnskugga. Og já og jess, naglalakk! Loksins naglalakk án kemískra efna, hitt er svo mikill viðbjóður. Ekkert smá glöð með þetta.
Um daginn voru mægður í sturtu og ég fór inn á bað til þess að biðja Hrund að þvo Rakel um hárið. Lítil stóð fyrir framan stóra, báðar næpuhvítar með hárið slegið og á bak við álfaeyrun, sama haka og fallegar varir.
'Þið eruð alveg eins' varð mér að orði.
'Neeeeei mammí, við erum ekki eins' sagði krílið hneikslað.
'Ég er rauðhörð og mamma er gulhörð'.
Já auðvitað þær eru ekki eins harðar. Eða hærðar eins og ég myndi segja.
Best að fara að draga Rakelitu á snjóþotu á leikskólann og drulla mér svo að læra. Er svo lengi að komast fyrir allt efnið fyrir strauma og stefnur.
6.12.2008 | 14:08
Jólakort maður
Skrifaði 20 jólakort í gær og á bara 1 eftir. Það mætti halda að ég hefði verið rorrandi full þegar ég var að skrifa þau, ég gerði endlausar villur og krotaði hjörtu yfir. Sérstaklega var síðasta kortið svo mikið bull og af þeim sökum svo fyndið að mamma næstum pissaði á sig af hlátri. Það á ekki eftir að fara framhjá manneskjunni sem fær kortið að hún hafi fengið það, sem betur fer var það samnemandi með húmor.
Ég hef fengið nýja sýn á heiminn. Það gera nýju gleraugun. Endaði mjög græn í gær, með græn augu, grænan augnblýant, græn gleraugu og græna eyrnalokka. Flott sko.
Gleymdi að setja á óskalistinn að okkur Hrund vantar náttbuxur, stórar náttbuxur. Og svo langar mig alltaf í grænmetisuppskriftabók.
Bebelingurinn minn á afmæli á mánudaginn. 17 ára bjútíkvín með bílpróf. Fallegasta Rósin.
Jæja, þá er ég hætt að reykja aftur. Var hætt í 3 mánuði og reykti svo í 1 og er hætt aftur og ætla ekki að byrja aftur. Hætti á mánudaginn og þetta var bara miklu léttara en í fyrra skiptið. Horbjóður samt. En auðveldara.
Það var nú eitthvað meira sem ég ætlaði að skrifa en ég man það ekki. Sem betur fer því ég horfði á seríu tvö af Sugar rush til fjögur í nótt, var að vakna og þarf að drulla mér læra. Nú eru það straumar og stefnur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2008 | 10:49
Úps
Já, úps! Ég er eitthvað of tjilluð fyrir þessi spænskupróf. Ekki málfræði sko, sjitt, setningafræði á spænsku, það er hardcore. En kvikmyndir Spánar og Bókmenntir RA. Ég er búin að fara yfir efnið fyrir bæði fögin og glósa og rifja upp. Ég mætti bara svo úber vel og lærði ALLTAF heima (trúiði þessu). Svo eru prófin 50% og 60% og ég fékk 9 fyrir ritgerðina, fyrirlesturinn og útvarpspistilinn sem ég vann með hópavinnufélaga mínum í kvikmyndum svo þar er ég komin með fín 40%. Svo fékk ég 9 fyrir fyrri fyrirlestur minn í bókmenntum, á eftir að fá út úr ritgerð þar og seinni fyrirlestri en held nú að mér hafi gengið vel. Ég er bara nokkuð klár á því sem er til prófs, á líka eftir hitting með fólki þar sem við ætlum að tala þetta í tætlur. Svo ætla ég að eyða meiri tíma í þetta eftir fyrsta prófið. Æ, ég er bara að skrifa upphátt (eða sko ég er ekki að tala upphátt). Verður þetta ekki í lagi? Mér finnst best í heimi þegar fólk segir: Þetta verður allt í lagi. Þá er ég bara alltaf, já er það? Frábært. Þá er ég ekkert kvíðin lengur.
Alveg eins og litlu börnin. Í alvöru samt. Um daginn dúndraði ég vitlausabeininu í eins og venjulega og Hrund stóð hjá mér þegar ég æjaði.'Æ, ástin mín' sagði hún og vorkenndi mér mikið. Mín ósjálfráðu viðbrögð voru að ota handleggnum að henni svo hún gæti kysst á meiddið. Sem hún gerði. Ekki alveg í lagi sko.
Datt held ég örugglega úr kjálkalið eða eitthvað í fyrrdag. Fékk mér eitt glerhart ópal og kjálkinn bara rann til hægri vinstri og svo bara ískr og búmm: Gat ekki lokað munninum alveg eða opnað, gat alls ekki bitið jöxlunum saman vinstra megin og var svo illt að ég táraðist. Ég var enn þá verri daginn eftir og gat varla borðað, fékk mér súpu og mjúkt brauð sem ég tuggði með framtönnunum og renndi svo bara niður í stórum bitum. Um kvöldið ákvað ég að reyna að redda þessu sjálf. Ég píndi mig til að bíta jöxlunum saman sem mér ætlaði reyndar aldrei að takast, bæði vegna þess að það var einhver fyrirstaða og svo vegna þess að þetta var svo helvíti vont. En á endanum tókst það, heyrðist geðveikt hátt KLIKK og ég var sem ný. Eða samt ekki. Er enn þá helaum og kjálkinn virðist færast eitthvað til öðru hverju og þá neyðist ég til að bíta saman aftur þangaði til ég heyri og finn klikkið. Undarlegt alveg hreint.
Davíð frændi fór í bakuppskurð á mánudaginn og þarf að vera uppi á spítala í 10 daga greyið. Fór að heimsækja hann gær og fékk strax í magann eins og ég fæ þegar ég sé fólk sem mér þykir vænt um með slöngur út um allt, og þá sérstaklega í HÁLSSLAGÆÐ eins og Dabbus. OJ. Við fórum að rifja upp gamla tíma (ég er orðin svo gömul) og af nógu að taka.
Við Davíð höfum verið bestu vinir síðan við vorum peð. Síðan við vorum rétt farin að labba og ég ýtti honum í kerrunni minni sem ég vildi aldrei sitja í, hann ljóshærður í rauðum smekkbuxum, ég öll dekkri með pínlítið hár, í bláum smekkbuxum og með snuðið mitt einasta. Seinna þegar ég var fimm og hann sex bjuggum við mamma í Lundi og hann og Valdís í Köben og ætli við höfum ekki farið á milli hverja helgi. Þegar við fluttum heim bjuggum við fyrst í íbúðinni hennar Valdísar og svo með Valdísi og Davíð og Kalla bróður hans (eftir að þau fluttu heim) og ég og Davíð vöknuðum saman og sofnuðum saman. Við mamma fluttum svo í stiganginn við hliðina og ég og Davíð gengum í sama skóla. Hann er þremur mánuðum eldri en ég, einum bekk á undan mér.
Allar helgar fór ég yfir til Davíðs og við borðuðum kókópöffs og horfðum á afa. Svo æfðum við okkur í að hoppa niður allar tröppurnar í einu í stigaganginum hjá honum (af því að þar var teppi og ekki eins vont að detta og hja mér þar sem þú dast þá bara á steypuna, hrundir er líklega réttara að segja). Þegar ég horfi á þessar tröppur í dag (Valdís býr á sama stað) þá er mér fyrirmunað að skilja það hvernig 7 ára börn fóru að þessu. Ég hékk líka endalaust með honum og vinum hans sem stríddu mér alltaf þangaði til ég varð brjáluð eða fór að grenja. Svo gerðum við ýmis prakkarstrik, Davíð einstaklega lúmskur við að plata mig til að gera eitthvað svo ég gæti tekið skellinn.
En hann elskar sko frænku sína. Ég gisti hjá honum þegar mamma hans skrapp út og við hlustuðum á Jón spæjó og ég gillaði hann. Svo þegar það var komið að honum að gilla mig var hann alltaf sofnaður. Hann strauk á mér kinnarnar og sagði að ég væri alltaf með mýkstu kinnar í heimi og svo kenndi hann mér að dansa eins og M. Jackson og grípa um punginn á mér sem ekki var til staðar. Við fórum í kapp um hver væri fyrstur að klára 1/4 úr lítra af karamellusúrmjólk og hann vann alltaf. Við borðuðum rúnstykki í ofni með mariboosti og skinku og brölluðum eitthvað niðri í fjöru. Og svo kenndi hann mér að borða pepperóní á pizzu.
Það var stórt tómið eftir hann þegar hann flutti aftur til Danmerkur þegar hann var búin með 12 ára bekkinn og hann kom ekki heim aftur fyrr en fyrir nokkru árum, þá kominn til að vera. Við fórum samt saman á Hróarskeldu í millitíðinni og þegar ég var í lýðháskólanum var ég í Köben hjá honum hverja helgi og hann bar mig á höndum sér, passaði mig og gerði allt fyrir mig. Eftir að hann flutti heim hittumst við reglulega á frændsystkinakvöldum og í fjölskylduboðum og ég hef komist að því með tímanum að hann er ekki bara frændi minn. Hann er eiginlega stóri bróðir minn.
Pabbi hringdi áðan, hann og Símon fara til Nicaragua á morgun. Ég var næstum farin að grenja af því að tala um alla staðina sem ég hef farið á og þeir eru að fara á, um matinn yndislega besta besta besta, um ömmu, um tíu Mery sem ég gisti hjá og þeir gista hjá, um jarðaför systur hans sem verður 13. des., eina systkini hans sem ég hitti aldrei og nú er hún dáin úr krabba. Ég fór að hugsa um hitann, um plátano frito sem ég keypi í pokum á götunni, ég man hvernig hægt er skipta peningum á götunni, hversu troðið er í strætó og hvernig þú þarft að hoppa upp í ferð, áreitið frá karlmönnum, þvílíkt áreiti, markaðina, sólina, lyktina, fjölskylduna mína. Og pabba minn. Við vorum æðislegir vinir þegar ég var yngri en honum fannst voða erfitt þegar ég eltist og öðlaðist mjög sjálfstæðan vilja. Þegar hann var búinn að jafna sig á því urðum við aftur rosa góðir vinir og þegar ég tala við hann sakna ég hans svo rosalega. Mér finnst svo leiðinlegt að Rakel fái ekki að kynnast þessum afa sínum meira og mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki heimsótt mi papito þegar mig langar til. Það er svo erfitt að hafa fjölskylduna sína svo langt í burtu og út um allar trissur og guð má vita hvenær ég sé eitthvað af þeim næst.
Ég er ekkert búin að læra, bara búin að blogga og tala við pabba í klukkutíma. Er núna að fara niður í bæ að ná í nýju gleraugun sem mamma ætlar að gefa mér. Þau eru græn og ógisslega flott. Drullaði mér líka loks í sjónmælingu, var farið að gruna að sjónin hefði versnað og það hafði hún heldur betur. Um 0,75. Í stað þess að vera með -1,75 eins og ég var með er ég með -2,5 og sjónskekkjan vinstra megin hefur versnað líka og svo ég sé mjög illa með því auga. Þetta á eftir að vera þvílík breyting og ég á örugglega eftir að fá hausverk. En ég verð allaveg fín!
Mig langar svo að hitta einhvern á kaffihúsi 22. des. Ég hef aldrei verið í neinu fríi fyrir jólin, alltaf verið búin 21. og bara farið beint að þrífa og eitthvað eftir það. Núna langar mig að rölta niðri í bæ og setjast með einhverjum á kaffihús og drekka einn kakóbolla. Vinnufjölskylda? Einhver sem hefur smá tíma aflögu?
Oh, gleymi alltaf að borða morgunmat, best að bæta úr því.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2008 | 17:09
Óskalisti
Æ, finnst fólki svona ýkt óþægilegt þegar ég skrifa um alvarleg málefni eins og í færslunni hér á undan? Fæ svo sjaldan komment á þannig færslur. En ég skil ykkur alveg ungarnir mínir ...
Best að skella inn smá óskalista fyrir famelíuna, meika ekki að eiga það eftir, allt truflar í prófum.
Mig langar í eftirfarandi bækur:
-10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
-Engar smá sögur
-Fluga á vegg
-Himnaríki og helvíti (eiginlega algjört möst)
-Skaparinn
-áður en ég dey
-Dóttir myndasmiðsins
-Í landi karlmanna
-Lottó
-Miðnæturbörn
-Svo fagurgrænar og frjósamar (eiginlega möst líka, latinosmásögur)
-Tvöfaldir fjötrar (eruði samt að grínast á slæmum titli eða slæmri þýðingu á titli)
-Yacoubian-byggingin
-Þriðji engillinn (saga um konur, alltaf gott)
-Ljóð.is (komin ný bók sem ég er ekki í svo hún er ekki eins góð og hin en algjört möst samt)
-Sjáðu fegurð þína (eftir Kristínu Ómars og NR. EITT Á LISTA)
Svo langar mig í ipodinn minn aftur.
Og dekur, nudd til dæmis alltaf vel þegið.
Græna prjónavettlinga í bandi í staðinn fyrir þá sem ég finn ekki.
Hulstur utan um ipod sem ég á ekki en ætla mér að eignast.
Heyrnartól til að setja inn í eyrun því gleraugun eru fyrir ef ég reyni að setja þau utan á eyrun.
Inneignarnótu í Smárann svo ég geti keypt mér föt (eyði peningum í mat eða barnið mitt svo betra að fá gjafakort)
Svo bara veit ég ekki um neitt meira. Skrifa það þá seinna.
Ef einhver á eftir að kaupa gjöf handa Rakel þá má endilega kaupa bækur eða geisladiska með sögum. Hún fær nóg af öllu öðru. Má líka kaupa eitthvað í baðið, veit ekki hvort Börn náttúrunnar er farin á hausinn en hún var með baðleir án allra aukaefna, ekkert eitur út í baðvatnið hjá krílinu mínu.
Hrund langar í Ótrúlegt en satt bókina og Heimsmetabók Guinness (eða hvernig sem það er skrifað) og svo er örugglega alltaf hægt að gefa henni fleiri perlur og svoleiðis í föndrið og útskurðarblöð.
Okku Hrund má gefa inneignarnótu í Kringlu eða Smára, 10 lítra stálpott, handryksugu, rúmföt, svefnpoka (okkur vantar allar en þeir eru víst svo dýrir, þurfa samt ekkert að vera fancy), stálpottasettt í útileguna, púsl (1000 bita), dekur sem við getum farið saman í, risastóru dýrabókina sem var að koma út. Og veit ekki meir.
Erettekki flottur listi bara?
4.12.2008 | 09:23
Þannig er það
Ég verð bara að segja að ...
Ég get verið myrkfælin
þótt ljósir punktar
séu á leiðinni
Þið sem hafið glímt við þunglyndi vitið að sá sjúkdómur er ekki rökréttur. Þú stendur ekki upp úr rúminu á morgnana og hristir af þér vanlíðanina heldur finnurðu kvíðahnútinn vaxa í maganum um leið og þú opnar augun. Þú byrjar daginn með tárin í augunum en eftir smá stund kemstu í þinn trans, dofin, dauð, alveg sama, því aðeins þannig kemstu í gegnum daginn. Suma daga tekurðu þátt í lífinu, þá ertu líklega nýstigin upp úr svörtu holunni. Aðra daga veistu varla hvað þú heitir því þokan í höfðinu er svo þykk og blóðið í æðunum svo þykkt að þú færð ekki nóg súrefni og átt erfitt með andadrátt. Þú getur alveg átt þér gott heimili og fjölskyldu, ágætis líf alveg hreint, og samt verið svona endalaust myrkfælin. Þú ræður ekki við það.
Sem betur fer fer ég sjaldan ofan í holuna lengur. Og hún er alls ekki það slæm. Ekki eftir að ég lærði að takast á við hana. Þunglyndið mitt var eins hjá konunni í bókinni 'Konan í köflótta stólnum', það var regla á því. Einn hringur var þrjár vikur, ein vika ofan í holunni, ein vika þegar ég var á leiðinni upp og ein vika sem ég var hátt hærra hæst uppi þangað til ég féll aftur með skelli. Ég lærði að hræðast ekki holuna heldur hugsa minn gang í henni, ég komst ekki hjá henni svo ég varð að hætta að vera hrædd við hana.
Með allskonar hjálp náði ég að vinna mig út úr því versta. En ég er enn þá oft myrkfælin. Bara stutt í einu sem betur fer.
Ég verð líka að segja að ...
Hjá mér leiddust átröskunin og þunglyndið hönd í hönd. Ég var löngu byrjuð í átröskun áður en ég varð þunglynd, ég var bara peð þegar ég byrjaði að hata spegilmynd mína. Þunglyndið kom seinna. Ég man meira að segja eftir því. Það var þegar ég var að byrja annað árið í menntaskóla held ég, frekar en það fyrsta. Myrkrið skall á mér viku áður með svo miklum þunga að ég varð að leggjast í rúmið. Svo bara lá ég þar og grét frá mér allt vit og hafði ekki hugmynd um af hverju. Sem betur fer vissi ég ekki að það var bara byrjunin. Ég hafði grennt mig svo mikið um sumarið og seinna þennan vetur var ég orðin mjótt strik, þunglyndið sá sér leik á borði, ég gat engan veginn borið þunga þess og það átti mig alla í töluverðan tíma eftir þetta. Það var alltaf til staðar, horfði á mig útundan sér ef ég stóð mig vel, grennti mig, henti sér á mig ef ég stóð mig illa, lét undan öskrinu á mat í höfðinu.
Ég er svo glöð yfir að vera laus við verstu vanlíðanina. Því þegar þú ert virkilega veikur sérðu ekkert þessa ljósu punkta sem eru til staðar og þú borðar ekki þótt þú vitir innst inni að þú ert á góðri leið með að kála þér.
Það er svo mikið ljós í lífi mínu og ég er svo glöð yfir að geta notið þess, það er yfirleitt ekki svo erfitt að kveikja þegar myrkrið fer að kvelja mig.
Ég losna hins vegar aldrei við þetta öskur úr höfðinu sem segir mér að matur sé vondur. Ég ímynda mér oft að ég sé eins og alkarnir, hætt að drekka en langar alltaf í, þess vegna má ég ekki fá mér. Málið er að ég verð að fá mér. Ef ég hætti alveg að borða dey ég. Og hvað gerist þegar alkinn drekkur? Það fer allt í rugl.
Ég er ekki að biðja um algjöra stjórn yfir mat, ég reyndi einu sinni að öðlast hana og það endaði með ósköpum. Ég vil bara losna við óttann við hann og kunna að umgangast hann.
Þegar ég verð stór ætla ég svo sannarlega að lifa í sátt og samlyndi við sjálfa mig. Ég vinn að því markmiði á hverjum degi. Og ég verð að losa mig við skömmina því mér finnst þunglyndið og átröskuninn einhvern veginn gera mig að verri manneskju, að aumingja, að klikkhaus. Og þess vegna hef ég átt svo erfitt með að tala um þetta. En ég má ekki hugsa svona. Ég verð að muna að ég er þvert á móti sterk. Ótrúlega sterk. Því ég barðist við þetta og berst við þetta á hverjum degi. Ég hrasa svo oft og meiði mig mismikið en ég stend alltaf upp aftur, sama hversu lemstruð ég er, sama hversu vont það er.
Fyrir mig, fyrir ykkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 09:52
Lærilæri
Það (lærilæri) og svo er ég orðin eitthvað svo stressuð yfir págagauknum. Ég vil helst ekki enda með því að drepa gæludýr dóttur minnar. Vil ekki að hún fái hann á miðvikudegi eða fimmtudegi (hún á afmæli á fimmtudegi en við erum ekki búnar að ákveða hvort hún fær gaukinn á miðvikudegi eða fimmtudegi eftir vinnu) og svo bara viku seinna: 'ooooooog búið!' Páfagaukur án lífsmarks.
Hræðileg tilhugsun.
Og hvernig hvernig hvernig á maður að gera eins og stendur í bókinni og gefa honum ALLTAF á sama tíma á morgnanna. Á maður að stilla klukku á hverjum degi? Aldrei að sofa út? Ég sef reyndar mjög sjaldan út en samt ...
Kann ekki veit ekki skil ekki.
Hjálp Gyðus!
Er að verða búin að lesa og glósa fyrir spænskar kvikmyndir, stefni að því að klára það fyrir hádegi og skella mér beint í bókmenntir RA. Hef samt ekki hugmyd um hvað skiptir máli þar, það er ekkert verið að gefa okkur neinn gátlista eða lista yfir lesefni. Og það er ekkert hefti þannig að ef þú misstir af tíma vantar þig lesefni. En við ætlum að hjálpast að nokkrar, fá að ljósrita hvor hjá annarri. Og ég held að ég hafi bara misst af tveimur tímum. Eða þremur.
Ætla að setja inn jólagjafaóskalista hérna við tækifæri (fyrir fjölskylduna sko). Einfaldast þannig. Það verða auðvitað bækur í nær öllum sætum en þið vitið ekki hvaða bækur ...
Núna er ég búin með fjórar bækur um Ísfólkið. Ég veit ekki hvort á að kalla þetta bókmenntir eða graut af undarlegum kynlífslýsingum og gulum augum. En þegar ég byrja að lesa sogast ég inn í bullið. Ég hef hugsað mér að lesa allar bækurna, þarf bara að skreppa mér á Gyðusafn við tækifæri.
Var ótrúlega dugleg að læra í gær, fékk ipodinn hennar H að láni og fór í kraftgöngu í frostinu, kom heim í fiskibollur, lærði meira, fór í sjóðheitt bað með lífrænu vöðvaslakandi baðsalti og lífrænum birkisafa, borðaði popp og horfði á glæpaþátt, fór upp í rúm og las nokkar smásögur eftir Kristínu Marju í þúsundasta skiptið, sofnaði. Vaknaði í morgun við mi cariño sem hjúfraði sig upp að mér og kyssti mig og við sungum Dvel ég í draumahöll.
Rauðhaus fannst ótrúlega fyndið þegar ég sagði henni að stelpur sem tala spænsku kalla mömmu sína mami eins og hún kallar mig. Sjálf er hún auðvitað orðin helvíti sleip í spænskunni. Var að tala við Sprundina um daginn í síma og sletti spænsku eins og svo oft, Hrund er líka orðin svo sleip í spænskunni, og allan tímann gólaði Rakel að hún vildi tala líka. Þegar ég hafði lagt á spurði hún strax: 'Var þetta afi Douglas? Ég vildi tala við hann líka' (sem hún vill alltaf þótt þau skilji engan veginn hvort annað nema vera á sama staðnum). Pointið með sögunni var að hún þekkir spænsku þegar hún heyrir hana! Klára stelpan mín!
Þið eru nokkur, eða kannski ansi mörg, þarna úti sem mér þykir svo vænt um. Hvar væri ég án ykkar ...
Verð að fara
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 10:13
Jæja
Já, nú verð ég að reyna að losa mig við þessa neikvæðni. Drífa mig í ræktina í stað þess að vera heima og grenja yfir því hvað ég er feit, hætta að skoða undirhökuna og vömbina i speglinum, hætta að kvíða öllum sköpuðum hlut, hætta að snappa á allt og alla, einbeita mér að lærdómi og horfa á allt fallega jólaksrautið heima hjá mér.
Sprundin hefur þjáðst af undarlegum magaverk í marga daga núna. Er svo kvalin að hún getur ekkert gert en inn á milli skánar hún og þá hefur lært og lært og lært. Brunaði í próf í morgun til þess eins að koma til baka strax aftur hvít í framan, skjálfandi og hræðilega illt. Ég held bara að hún sé svona stressuð, átti að vera að fara í próf í morgun sem hún hefur kviðið alla önnina og er hrædd um að falla í. Svo fór krúttið mitt eitthvð að skoða próftöfluna betur og sá þá að hún átti ekkert að vera í prófi í morgun, hún var að skoða próftöfluna fyrir dagskólann en hún á að taka próf með kvöldskólanum. Hún fer því ekki í próf fyrr en á mánudag og miðvikudag í næstu viku. Ef hún verður svona slæm í maganum í lok vikunnar þá skófla ég henni upp á Bráðamóttöku, í böndum ef þess þarf til þess að koma þessum þrjóskupúka mínum þangað. Núna húkir hún í sófanum og vonast til þess að geta mætt til vinnu á hádegi. Sæta.
Við erum búnar að skreyta hátt og lágt og kaup fullt af gjöfum handa Rakel frá mömmu og tengdó og ömmu. Ekkert smá gaman að velja svona handa henni. Keyptum alls konar föndurdót og legó, spil, bækur, púsl, náttföt, náttslopp, inniskó og slatta af fötum. Ætlum að hafa pakkana mjúka eða bóka-og spilapakka í afmælinu þar sem hún fær örugglega þúsund og einn pakka og örugglega helling af dóti frá Robba fjölskyldu. Hún fær svo bara legó og það dúllerí á jólunum þegar það er meiri ró og friður.
Við erum svo bara í kjúklingabanni núna fram að jólum þar sem við ætlum að hafa kjúlla í jólamatinn og ostaköku í eftirrétt. Við erum ekkert að ríghalda í hefðirnar þegar kemur að matnum. Ég enda líka bara með æluna í hálsinum ef ég þarf að vesenast í einhverju kjötflykki. Er samt að hugsa um að sjóða hangikjöt á aðfangadag (væri sko með það í matinn ef Hrund væri eitthvað hrifin af því, ég er svona smám saman að reyna að venja hana á það, það er svo einfalt og gott) til þess að fá lykt og jólastemmningu.
Annars gleymdi ég að gera ráð fyrir því að ég hefði tíma til að læra fyrir próf eftir fyrsta prófið og fram að því næsta, sem sagt dagana 13., 14., 15. og 16. desember. Var búin að búa til svaka plan fram að 12. des og græði því heila fjóra daga. Ætla samt að halda mig við planið, get þá bara með góðri samvisku farið í ræktina og eldað handa stelpunum mínum. Hef þá líka tíma til að gera og skreyta piparkökur með þeim og skera út og steikja laufabrauð.
Í gær sagðist ég ekki þola desember og kallaði jólin druslu jól (greyið Gyðan var að spyrja hvernig ég hefði það og ég var ekkert nema þunglyndið auk þess sem ég mér tókst að fara að grenja á meðan ég skrifaði sms-ið til hennar) en í dag er ég bara í þvílíku jólaskapi.
Við eigum reyndar eftir að plana skiptingu á Rakel milli foreldrahúsanna tveggja um jólin en vonandi verður það ekkert vandamál. Svo verður ekkert smá gaman að geta notið þess að halda upp á afmælið hennar án þess að vera að hugsa um lærdóm allan tímann. Þetta verður brjálað, yfir 30 gestir en vonandi ekki allir á sama tíma. Samt erum við Hrund bara með nánustu fjölskyldu og þá vini okkar sem eiga börn. Æ, þetta verður bara gaman. Mig langar samt svo að bjóða vinnufjölskyldunni minni en ég held að það sé skemmtilegra að ég bjóði henni bara í kaffi milli jóla og nýárs eða eitthvað. Er það ekki í lagi elsku stelpur mínar?
Besta að fara að glósa það merkilega í sögu spænskra kvikmynda.
Já, ég gleymdi. Það var hægt að gera við þvottavélina, var bara einhver takki sem var farinn. Viðgerðarmaðurinn sagði samt að hún væri farin að leka og mótorinn alveg að syngja sitt síðasta svo við verðum líklega að kaupa okkur nýja vél eftir áramót. Það er bara kassi.is, hlýtur að vera einhver að flýja kreppuna sem vill losa sig við þvottavél. Þurftum svo bara að borga fyrir útkallið, ekkert fyrir viðgerðina. Ég hef þessi áhrif á viðgerðarmenn sko. Þegar einhver gaur koma að skoða þurrkarann einu sinni gaf hann mér útkallið. Held að þeim finnist ég bara svo stelpuleg eitthvað að þeir geta ekki hugsað sér að rukka mig. Enda á ég enga peninga, hahaha.
Yfir og út.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar