Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
15.5.2009 | 11:25
Stórkostlegt
Hugsið ykkur. Unginn minn er núna orðinn 17,5 cm að lengd og vegur 160 grömm. Krílið er komið með smá hár og allar neglur og heyrir núna í rödd mammí sinnar og öllum magahljóðunum hennar. Það kyngir legvatni og pissar á milljón og getur fengið hiksta. Það eru heilar tvær vikur síðan flest kerfi líkamans komust í gang og líffærin voru orðin þroskuð og núna fer öll orkan í þroska og vöxt barnsins. Það er ótrúlegt að allt skuli vera komið á sinn stað svona snemma. Í næstu viku verða kynfærin orðin fullmótuð. Ef ég væri ekki með fylgjuna framan á væri ég líklega farin að finna fyrir einhverju poti. Get ekki beðið eftir því.
Er þetta ekki magnað???
15.5.2009 | 09:23
Oh
Bjúgurinn er farinn að hafa áhrif á heilastarfssemina. Þegar ég mætti rennandi sveitt í prófið í gær (er bara að stikna) fattaði ég að ég hafði GLEYMT ORÐABÓKUNUM. Ég var ekki með neinar helvítis orðabækur en það má alltaf í spænskuprófum. Ég fæ klárlega lægra út af því, spænskan var öll einfaldari af því að ég gat ekki flett neinu upp. Gekk svo sem ágætlega samt held ég.
Er allaveg búin að fara í mitt síðasta próf í BA-náminu. Íha!!!
Núna er það bara ritgerðin. Oj.
14.5.2009 | 09:31
Blrf
ÚFF, ég er svo innilega með ljótuna og feituna í dag. Er bara svo óánægð með mig þessa dagana. Finnst ég bara vera með feitan maga. Eða allvega bara fullt af spiki utan á kúlunni. Og svo er ég með bjúg og undirhöku og bar ýkt ljót.
Annars komst ég að því í 16 vikna mæðraskoðun í gær að ég er í O blóðflokki, ekki hélt ég að það væru margir í þeim blóðflokki í Mið-Ameríku og samkvæmt minni menntaskólakennslu er þessi blóðflokkur víkjandi. En eins og mamma segir hef ég alltaf verið sérstök blanda, það sem er ríkjandi hefur ekkert endilega skilað sér til mín, annars væri ég nú líklega dekkri og tæplega með græn augu.
Er víst pínu lág í járni en bjúgurinn er líklega að trufla niðurstöðuna eitthvað. Hvað er nú aftur járnríkt: kíví, grænt grænmeti, rautt kjöt ... Hvað meira?
'Mammí, það er nú gott að við söltum ekki úr hel' sagði barnið í fyrrdag og hafði áhyggjur af sveltandi börnum úti í heimi.
Við stelpurnar lærðum frá 9-4 í gær og fórum samt yfir restina á hundavaði. Þetta lesefni er sjúklegt og ég er að skíta á mig af stressi. Er sumst vonandi á leiðinni í mitt síðasta próf í BA-náminu á eftir. Eins gott að falla ekki.
Æi, bleh.
Það sem ég þrái er ein stór svefntafla. Svaf síðast heila nótt áður en ég byrjaði að bæla fyrir glasa, sem sagt í október í fyrra. Og ég hef sofið hræðilega, hræðilega, hræðilega síðan ég varð ólétt.
Soooooooofa.
12.5.2009 | 12:51
Þóris
Í dag á Sprundin, elsku Þóris mín, einasta konan mín afmæli og er orðin þrítug bara. Aldrei verið stelpulegri. Við fórum allar í klippingu í gær og hún fékk svo fína klippingu, er aftur komin með stelpulega, stutta toppinn sem hún var með kvöldið sem við hittumst fyrst (og ekkert eftir það, fór í klippingu daginn eftir) og hjartað tók kipp í gær þegar ég sá hana. Varð enn þá meira skotin.
Konan mín með mjúku, rjómahvítu húðina og ljósu lokkana er það besta sem ég veit.
Við Rakel vöktum hana með söng og kerti í morgun. Hún fékk afmælisknús frá okkur og krílus, hlýja sokka að gjöf frá Rakel (það er komið gat á þá sem hún var alltaf í, búin að vera svo mikið í þeim út af heitfengu, óléttu konunni sinni) og gemsa frá mér og mömmu. Alveg kominn tími á hann.
Ætlum svo út að borða á eftir og allt það, var búin að skrifa það áður.
Er búin að lesa stanslaust núna í þrjá tíma án þess að anda liggur við. Á 40 blaðsíður eftir, ætti að ná því. Úff, er alveg orðin heiladauð. Var eitthvað að reyna að horfa á CSI í gær eftir að ég var búin að læra og ég var gráti næst bara, skildi ekki neitt. Átti ekkert eftir í þennan þátt.
Í óléttufréttum er það helst að við fengum dopplerinn okkar í gær. Tæki sem gerir okkur fært að hlusta á hjartslátt krílus sem við og gerðum mæðgur þrjár og skemmtum okkur konunglega. Tók svo eftir fyrstu slitunum í dag, á báðum mjöðmum eru komin lítil, rauð slit. Vissi svo sem að ég myndi slitna, slitnaði svo mikið sem unglingur, og eins og ég hef allt sagt við sjálfa mig: ALLT fyrir krílið. Vigtaði mig og fékk áfall. Bún að þyngjast um rúm tvö kíló síðan áður en ég varð ólétt. Reyndar aldrei að marka þetta, fer eftir því hvað ég er með mikinn bjúg og hann er einhver í dag. Allavega borast trúlofunarhringurinn inn í puttann. Getur alveg munað kílói milli daga. Svona er nú óléttulífið. Svo er ég komin með hárlausa sportrönd frá lífbeini og upp á miðjan maga. Ljós, grönn lína en vel sjáanleg. Var búin að lesa um þetta en man ekkert af hverju þetta kemur.
Annars er ég bara með hár rétt fyrir neðan eyru núna. Vildi hafa það svolítið stutt. Núna sést tattúið líka vel.
En mér er ekki til setunnar boðið. Verð að borða áður en það líður yfir mig og halda svo áfram að lesa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2009 | 09:54
Rétt aðeins
Ég er á fullu að læra og á ekkert að vera að eyða tíma í að blogga. Var að læra fyrir spænskuprófið alla helgina og tek daginn í dag og á morgun í það líka. Það er svakalegt að frumlesa allt efnið svona og það á spænsku. Fyrir utan hvað þetta er ógesslega mikið. BA-ritgerðin er því á hold þangað til á föstudaginn því á miðvikudaginn er ég að fara að hitta stelpurnar í spænsku og við ætlum saman yfir efnið og svo er prófið á fimmtudaginn.
Jói var samt sáttur við það sem ég er búin með í ritgerðinni. Þetta er allt á góðri leið og þótt ég myndi sætta mig við 7,5 úr því sem komið er þá sagði Jói litlar líkur á að ég fengi svo lágt. Ég hoppa hæð mína af gleði ef ég fæ 8, í fyrsta lagi er það fín einkunn (þótt ég hefði örugglega getað fengið betri) og í öðru lagi er hún sérstakelga góð með tilliti til alls sem hefur verið í gangi í mínu lífi. Ég efast samt um að ég nái að klára hana, hef einhverja rúma viku frá og með föstudeginum til að klára og skila og það er of tæpt líklega. Mér finnst rosalega erfitt að sjá fram á að ná ekki að útskrifast, hef líka svo miklar áhyggjur af fæðingarstyrknum (venjulega hafa einingar vorannar og sumarannar verið taldar saman og verði það gert í haust líka fæ ég styrk, þær sögðu samt hjá sóðnum að þær væru ekki vissar hvort reglunum yrði breytt sökum hrunsins og ég höndla ekki svona óvissu) en ég ætla samt að stefna að því að klára ritgerðina í maí og halda girllveislu og hoppa af gleði eftir skilin.
Jói virtist eitthvað voða hissa yfir því hvað ég var með háa meðaleinkunn, spurði hvort ég fengi hærri einkunnir í spænsku en íslensku. Ég var hálfmóðguð, ég er nefnilega með betri einkunnir í íslensku. Bara með fínar einkunnir almennt. Hnuss. Annars er Jói fínn kall, búinn að styðja mig helling í þessum skrifum from hell.
Svo verð ég að hætta að hafa svo sjúklegar peningaáhyggjur. Ég er með allt of háan blóðþrýsting og er undir eftirliti í mæðraverndinni vegna þess og svo er ég svo stíf í öllum vöðvum, sérstaklega í herðum að ég fæ höfuðverki endalaust og er ómöguleg. Fór í andlits- og herðanudd (afmælisgjöf) á fimmtudaginn og konan átti ekki til orð yfir vöðvabólgunni, mælti með sjúkraþjálfun.
Annars fékk ég kjúkling í sterkri, indverskri sósu á föstudaginn, ég og Sprundin borðuðum á Shalimar.
Svo finnst mér alveg glatað að börn skuli ekki vera kennd við báða foreldra sína, GLAAAAAATAÐ. Finnst t.d. að Rakel ætti að vera svona: Rakel H. Róbertsdóttir. Hún er væntanlega Hrundardóttir líka fyrir nú utan það að alast upp hjá henni (og mér). Ætla að reyna að fá það í gegn að breyta þessu, hef oft talað við Hrund um þetta en henni virðist alveg sama. Það væri líka gaman út af komandi barni þar sem það mun verða Hrundarson/dóttir Rivera. Þá bæru Rakel og krílus sama eftirnafn (annað af tveimur). Þarf að fara að ýta á Hrund. Robbi getur varlað neitað því að barnið verði kennt við báða (blóð) foreldra sína.
Og hvað í fjandanum er málið með það að eftirnöfn erfist ekki í kvenlegg???. Ég þarf því að nefna ófædda krílið Rivera, það fær það ekki sjálfkrafa sem eftirnafn AF ÞVÍ AÐ ÉG ER KONA. Fock it segi ég nú bara. Á ekki til orð yfir þessu misrétti. Langar að hrækja á einhvern bara.
Og annað alveg til skammar er þetta kennitöluæði í Íslendingum. Helvítis persónunjósnir og ekkert annað. Maður er varla búin að opna munninn þegar maður hringir í opinberar stofnanir eða á friggin bókasafnið liggur við áður en maður er krafinn um kennitölu. Af hverju þarf kennitölu á inneignarnótur? Þær eru ekki bættar ef þú glatar þeim og það er ekkert athugað hver notar nótuna. Á þessu hefur Edda móða gert könnun. Hún fékk það líka í gegn að kenntölur voru teknar út af heimasíðu lansans minnir mig, átti að vera til þæginda en til hvers í ósköpum þarf almenningur að vita kennitölu starfsmanna? Er heimilisfang og sími ekki nóg? Ef þú kaupir gjafakort í Kringlunni þarftu líka að gefa upp kennitölu en samt er tekið fram á heimsíðu Kringlunnar að kortin eru EKKI bætt ef þú týnir þeim og til hvers þá að hafa kennitölu. Það sem þær þrættu við okkur mömmu stelpurnar á þjónustuborðinu út af þessu. Voru alltaf að koma með nýjar skýringar af því að mamma hrakti hinar og vissu ekkert um þetta. Gátu bara sagt að þetta væru tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu sem er fjandi ótrúlegt og hver er trygging viðskiptavina fyrir því að bara Fjármálaeftirlitið fái kennitöluna? Jú, stelpurnar gátu 'eiginlega lofað okkur því að þetta færi bara í kerfi Kringlunnar.' Þær gátu hins vegar ekki svarað því hvað væri gert við upplýsingar í þessu kerfi Kringlunnar og hvort Fjármálaeftirlitið sækti þær þangað. Mamma ætlar að komast til botns í þessu. Og munið svo að það er ekkert eðlilegt að þurfa alltaf að gefa upp kennitölu og maður á að spyrja af hverju maður þarf að gefa hana upp. Stundum er um brot á lögum um persónuvernd að ræða.
En já. Verð að fara að læra. Ætlum allar í klippingu á eftir svo við verðum fínar á þrítugsafmælinu hennar Hrundar á morgun. Ætlum fjölskyldan út að borða og svo heim að horfa á undankeppina í Júróvisjón og borða heimatilbúna eplaköku. Vorum að hugsa að fara kannski í smá piknik með pabba hennar Hrundar á laugardaginn sem verður þá einskonar framhald af afmælinu. Annars þarf ég svo bara að skrifa ritgerð á sunnudaginn.
Yfir og út.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2009 | 13:11
Gubb
Oh, ég er svo svekkt að vera enn þá svona flökurt alltaf. Mér var flökurt alveg frá 3. viku en svo hjaðnaði ógleðin smá, þó bara til að hellast yfrir mig á 6. viku. Oh my, ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona flökurt. Ég hef samt aldrei ælt og er svo þakklát. Var búin að kvíða því svo mikið ef ég yrði alltaf ælandi þar sem það að æla eftir mat er tengt mjög slæmu tímabili í mínu lífi og ég átti mjög erfitt með að hætta því þegar á hólminn var komið. Ég var svo hrædd um að eitthvað rugl myndi fara af stað í hausnum á mér ef ég færi að æla lon og don. En nei, bara óglatt. Ég vaknaði á nóttunni til að pissa og ætlaði aldrei að geta sofnað aftur vegna ælunnar í hálsinum. Þegar ég vaknaði náði ég yfirleitt ekki á fætur og inn í eldhús að troða upp í mig þurru seríosi til að slá á ógleðina áður en ég byrjaði að kúgast með látum. Rakel hélt alltaf að ég væri að hnerra þegar ég byrjaði og sagði svo sætt 'Guð hjálpi þér mammí.' Takk sætust. Allur dagurinn fór í það að finna eitthvað sem ég gat hugsað mér að borða. Ég gat gleymt því að mæta í tíma klukkan átta á morgnana. Í fyrsta lagi gat ég ekki labbað rösklega án þess að byrja að kúgast og í strætó sat ég bara og kyngdi gubbunni. Svo stóð ég fyrir utan stofuna og svitnaði köldum svita og stóð varla í lappirnar. Jú, einu sinni ældi ég í fríminútunum. Ég fór bara heim og gafst upp á þessu.
Ég fann vonda lykt út um allt. Í margar vikur fann ég lauklykt af greyið Sprundinni og gat ekki verið nálægt henni. Ég fékk ógeð af handsápunni okkar og get ekki enn þá þvegið mér með handsápu með rósarlykt. Ég var oft gráti næst af vanlíðan þegar ég fór að sækja Rakel af því að mér fannst svo vond matarlykt í leikskólanum og Bónus var hell. Ég stóð bara í kælinum og kúgaðist og reyndi að æla ekki. Úff, ég byrja að svitna bara af því að lesa þetta.
Á þessu hræðilega tímabili fram að 12. viku blæddi svo tvisvar sem gerði það að verkum að ég þorði varla að hreyfa mig og var bara að taka því rólega heima. Ég neyddist til að leggja BA-ritgerðina til hliðar sökum skorts á heilastarfsemi og komst ekkert í tíma í skólanum. Sem betur fer er ég að klára og á því bara eitt námskeið eftir. Stressið út af skólanum, endalaus æla í hálsinum, ótti við að það færi að blæða og svo eeeeeeendalaus þreyta gerðu þetta tímabil bara að helvíti. Ég fékk algjöra ritstíflu og ætlað aldrei að geta klárað ritgerðina fyrir spænskunámskeiðið og svo var ég missa vitið á daginn þar sem það voru endalausar viðgerðir í götunni svo ég gat ALDREI lagt mig og ég náði að sofa kannski 3-4 tíma á nóttunni. Oj.
Þegar ég var búin með 12 vikurnar minnkaði ógleðin. Hún er samt ekki enn farin. Mér er ALLTAF óglatt, bara mismikið. Og alltaf með æði fyrir einhverju. Þegar ég var rosa slæm af ógleðinni varð ég alltaf að fá eitthvað sérstakt í kvöldmat af því að þá leið mér skást. Ég eldaði marga lítra af kjötsúpu, sendi Hrund út að kaupa lasagne á meðan hún og Rakel borðai það sem ég hafði eldað í kvöldmat og þar fram eftir götum. Fæst af þessu get ég borðað núna. Og ég eyðilagði alveg rjómaost fyrir mér með því að fá mér hann á pizzu og verða svona svakalega flökurt á eftir. Get varla skrifað rjómaostur.
Núna vara æðin lengur. Appelsína er góð. Ís með frosnum berjum eða niðursoðnum perum er æði. Gæti lifað á frostpinnum og krapi. Juicy Fruit tyggjó er best í heimi. Ég ét heilan pakka á 5 mín. Set upp í mig plötu (eða tvær) og tygg þar til bragðið er farið, hendi og fæ mér aðra. Stundum borða ég líka tvo. En ég kyngi aldrei. Undanfarnar vikur hef ég verið að drepast úr kaffilöngun. Ég hef ekkert koffín drukkið síðan tveimur vikum áður en ég fór í uppsetningu og ætla ekkert að byrja á því núna. Hrund fann koffínlaust kaffi í vélina okkar svo ég fór í gær og keypti og ætlaði að búa til ískaffi, við eigum svo góða ískaffiblöndu sem maður hellir út í kaffið, skellir klaka í og namm. Ég fór næstum að gráta þegar ég fattaði að það voru ekki til klakar. Hellti samt upp á kaffi og setti inn í ísskáp. Gat svo ekki beðið eftir því að kaffið yrði kalt svo ég setti duftið út hrærði og næstum þambaði. Var ekkert svo gott svona hálfvolgt.
Núna er mér svo viðbjóðslega flökurt og dauðkvíði því að þurfa að taka strætó upp í skóla að hitta leiðbeinandi minn í BA- ritgerðinni. Ég var alveg að setja mig í skrifgírinn fyrir tveimur vikum en þá byrjaði að blæða og ég datt svolítið úr gír. Núna er ég aftur komin í gír og bið til guðs að það blæði ekki meir, annars ætla ég samt að reyna að halda mínu striki, þetta verður allt í lagi. Langar að reyna að ná að klára ritgerðina svo ég geti útskrifast núna en held að það sé lítil von um það. Er samt búin að skrifa næstum 6000 orð og ritgerðin þarf að vera 8000-10.000 orð. Er búin að biðja leiðbeinandann minn að vinsamlegast sleppa því að koma með of margar athugasemdir. Ég ætlaði svo innilega að skrifa ritgerð upp á 9 því ég veit að ég get það en ég gerði ekki ráð fyrir því að meðgangan yrði svona erfið og krílið gengur víst fyrir ritgerðinni. Er skíthrædd um að hann hakki í sig það sem ég er búin að skrifa. Hann var allavega með mikið af athugasemdum um innganginn og ég er búin að laga hann svo oft að ég er farin að hata hann (innganginn).
Já, þetta var vælupistill en ég hef ekki fengið að skrifa neinn þannig svo þið fáið hann bara allan í einu.
Annars gæti ég drepið fyrir kjúkling í sterkri, indverski sósu núna. Eldaði þannig um daginn og ég fékk næstum fullnægingu. Nýjasta æðið.
Svo er Sprundin ekki glöð með mig. Ég er nú heitfeng venjulega og galopna glugga hérna heima og við Rakel göngum um berfættar. Svo kemur Hrund heim og lokar gluggum og klæðir Rakel í sokka. Á kvöldin sit ég berfætt í náttkjól en Hrund í flísnáttbuxum, náttkjól, peysu og ullarsokkum. Hún er samt engin eðlileg kuldaskræfa, hef aldrei vitað annað eins. Hún var búin að viðra þær áhyggjur sínar áður en ég varð ólétt hvernig hitastigið í líkama mínum myndi breytast við óléttuna og hvað við ættum að gera ef það væri rok og ekki hægt að hafa opinn glugga inn í svefnherbergi þar sem gardínan skellist þá í með látum. Ég leysti það þannig að hafa alla aðra glugga í húsinu galopna og skrúfa niður í ofninum. Í nótt til dæmis lá ég og bölvaði hitanum í engu nema nærbuxum á meðan Hrund lá við hlið mér í náttbuxum, síðerma náttbol og ullarsokkum og það glömruðu í henni tennurnar. Sorrý Hrund. En eins og ég sagði við hana í nótt þá getur hún klætt sig í, ég get ekki klætt mig úr þegar ég er ekki í neinu.
Hvernig ætli þetta verði í sumar? Kannski eins og síðasta sumar þegar ég var í nálastungum til þess að örva blóðflæðið um líkamann og styrkja legið. Blóðið fór um líkamann af svo miklum krafti að ég var alltaf að kafna úr hita. Hékk við gluggann og strauk af mér svitann á meðan stelpurnar húktu á sínum stólum í peysum sökum kuldans. Oh my.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2009 | 09:52
Andleg útrás
Já, engin önnur útrás í boði. Mér finnst ég bara vera að springa, það hefur verið mjög erfitt að blogga ekkert um óléttuna, sérstaklega þar sem hún hefur reynst mér mjög erfið og hvað þá ferlið á undan.
Þessi kraftaverkaungi var einu sinni lítill frostpinni, þ.e. frystur fósturvísir. Við fórum í 6 meðferðir á 10 mánuðum, fórum í þá fyrstu í apríl 2008 og síðustu í febrúar 2009. Eftir 3 tæknisæðingar fór ég í speglun og kom í ljós að ég var með legslímuflakk sem er sjúkdómur sem skerðir frjósemi. Það var brennt burt sem hægt var og svo fór ég í 4. tæknisæðinguna sem ekki tókst. Hver einasta tæknisæðing tók meira á en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Ég þurfti að örva eggbúin með lyfi og fara í ótal skoðanir, svo var það uppsetning og að lokum 2 vikna bið sem dró úr mér allan mátt í hvert einasta skipti. Vonbrigðin í hverri misheppnaðri meðferð voru gífurleg og ég grét úr mér augun í fanginu á Hrund. Ég get heldur ekki lýst þeirri tilfinningu fyrir ykkur að finnast maður gallaður, ónothæfur. Ég hafði alltaf óttast að átröskunin hefði skemmt eitthvað fyrir og sá ótti bergmálaði í hausnum á mér allt ferlið.
Við fórum í 4. tæknisæðinguna í fyrrahaust og vorum því næst settar á biðlista í glasameðferð. Tíminn í biðinni var yyyyyyyndislegur. Ég gat loksins andað aftur, við vorum með plan og ég var viss um að næsta meðferð myndi takast en á meðan gat ég notið lífsins. Ég mætti betur í skólann en ég hafði nokkurn tíma gert, ég tók félagslífið með trompi í skólanum, eignaðist nýja vini og sofnaði og vaknaði með bros á vör. Ég byrjaði svo að nota nefsprey til að bæla (þarf að stöðva allt kerfið til þess að geta stjórnað því svo aftur fyrir eggheimtu) 30. nóvember og það var vægast sagt erfitt. Ég fékk miklar svefntruflanir og svaf nokkra órólega tíma á nóttu. Fyrir utan það varð ég endalaust þreytt af lyfinu og sofnaði ítrekað þar sem ég sat og lærði fyrir próf. Þar sem jólin komu inn í hjá mér bældi ég í 4 vikur í stað þeirra 2-3 sem eðililegt er. Ég vonaðist til þess að hressast þegar ég byrjaði að örva, ein sprauta í mallann á hverjum morgni, en ég varð enn þá þreyttari og leið eins og ég byrjaði alla daga á því að taka svefntöflu en neyddist svo til að halda mér vakandi.
Ég hef aldrei örvast neitt sérstaklega vel, var lengi að örva fyrir tækni og fékk ekki svo mörg egg þegar kom að eggheimtu. Það er reyndar rosalega mismunandi hversu mörg egg nást hjá konum en oft eru að nást þetta 10-16 egg. Það náðust 8 egg hjá mér með helvíti sársaukafullri aðferð. Maður situr þarna glenntur og upp náð læknanna kominn, búinn að fá kæruleysistöflu og parkódín en samt titrandi af stressi. Fyrst er farið inn og deyft með sprautu sem var ekki svo slæmt. Svo er farið inn með aðra nál og stungið alla leið upp í eggjastokka til að ná í eggin. Augun ætluðu út úr höfðinu á mér þegar hann byrjaði hægra megin og ég grét og grét og kreisti höndina á Hrund. Ég fékk verkjalyf í æð sem mér fannst ekkert hafa að segja en sem betur fer tók þetta fljótt af og ég fann lítið til vinstra megin. Við fengum 8 egg og nú vara bara að bíða í nokkra daga til þess að fá að vita hvernig eggin frjóvguðust. Við höfðum frá upphafi notað sama gjafann, ungur, danskur háskólanemi með sama háralit og augnlit og Sprundin mín.
Þessir dagar eftir að fá að vita hvernig frjóvgunin gekk voru hell. Við spúsan vorum á nálum allan tímann því það er alveg til í dæminu að engin egg frjóvgist, fer eftir gæðum eggja. Ég er greinilega með eðalegg því 5 frjóvguðust en eitt stoppaði svo við fengum í lokin 4 fósturvísa og alla með fyrstu einkunn takk fyrir (vísarnir fá einkunn frá einum og upp í þrjá eftir því hversu góðir þeir eru). Það var fallegur vísir settur upp og við fengum bæði að sjá hann á sjónvarpsskjá og taka mynd af honum með okkur heim.
Ég man varla eftir biðtímanum, ég hreinlega datt út mér fannst þetta svo erfitt. Læknirinn var svo bjartsýnn og við líka og þess vegna leið næstum yfir mig þegar það byrjaði að blæða á 8. degi eftir uppsetningu, allt of snemma. Ég var óhuggandi og hrapaði niður í holu. Ég gat ekki hugsað mér annað en að fara beint í aðra meðferð og Sprundin leyfði mér að ráða ferðinni. Ég átti hins vegar erfitt með að takast á við þá hugsun hvað ég myndi gera ef sú meðferð tækist ekki. Ég var alveg búin á því og fór til geðlæknis sem vinnur sérstaklega með fólki með skerta frjósemi. Hann hjálpaði mér mikið, það var gott að tala við þriðja aðila. Aðeins tveimur vikum eftir misheppnuðu glasameðferðina fór ég í næstu uppsetningu. Það er komin ný, stutt meðferð þegar setja á upp frysta fósturvísA, það þarf aðeins að taka töflur í 2 vikur og svo er allt tilbúið. Einn fósturvísir kom skemmdur undan frostinu en næsti var svona líka fínn og því settur upp.
Ég gerði mér nákvæmlega engar vonir. Ég var stressuð út af skólanum þar sem ég átti erfitt með að sinna honum auk þess sem það má ekkert hreyfa sig eftir svona uppetningar og ég var föst heima. Ég var svo langt niðri og grét á næstum hverjum degi. Meira bullið. Ég þakkaði fyrir hvern dag sem ekki byrjaði að blæða en hugsaði aldrei svo langt að þetta hefði kannski tekist. Ég fékk mikla verki á 3. degi eftiruppsetningu sem er einmit festingardagur, frostpinninn hefur verið að koma sér fyrir, og svo aftur viku seinna og hélt þá að þetta væri búið. Þegar það voru aðeins tveir dagar í blóðprufu (til þess að athuga með þungun) tók ég próf vegna þess að ég vildi vita svarið fyrir blóðprufuna. Það voru 12 daga liðnir frá uppsetningu og hafði ekki getað hugsað mér að taka próf fyrr.
Þetta var fallegasta lína í heimi. Ég var varla búin að pissa á prikið þegar hún birtist og ég byrjaði hreinlega að nötra og snökta af geðshræringu. Þetta var eldsnemma um morgun og ég hentist inn til Hrundar hrópandi að það væri jákvætt. Þvílík gleði. Ég trúði þessu varla og geri það varla enn.
Ég þurfti að halda áfram á lyfjum, Hrund hafði frá því tveimur dögum fyrir uppsetningu sprautað mig í vöðva neðst á bakinu með progestroni þar sem maður framleiðir það ekki sjálfur í svona meðferðum. Greyið var hálfvolandi í fyrstu skiptin, nálarnar voru risavaxnar vöðvasprautunálar og allt annað en þægilegt að fá þetta í sig. Í rúmar 13 vikur þurfti Hrund að spauta mig á hverju einasta kvöldi eða þar til fylgjan var farin að framleiða hormónið sjálf. Ég var öll í kúlum út úr bakinu og svo stokkbólgin að mig verkjaði og í lokin þurfti Hrund oft að sprauta í bólgurnar þar sem allt svæðið var svo illa farið. Það er þvílíkur léttir að vera laus við þetta, tvær vikur frá síðustu sprautu. Ég var á hormónalyfjum krónískt frá 30. nóvember til 22. apríls, í næstum 5 mánuði og það var bara ógesslega erfitt.
Við eyddum öllum peningunum okkar í þessar meðferði, næstum hverri einustu krónu á sparireikningnum. Ég næstum missti geðheilsuna og það hrikti í stoðum sambandsins í öllu erfiðinu en þvílík laun alls þessa erfiðis. Ég þakka fyrir ungann á hverju einasta kvöldi fyrir svefninn, bið fyrir honum af öllu mínu hjarta. Það hefur blætt fjórum sinnum frá leginu, tvisvar á 7. viku og tvisvar á 13. viku og í hvert skipti missi ég andann. Alltaf er í lagi með krílið og það er sprækt og hraust og enginn veit hvaðan blæðingin kemur. Sem betur fer er hún alltaf lítil og núna er bara að krossa putta og vona að það blæði ekkert meir svo það fari ekki að taka á krílus. Svona blæðingar eru víst nokkuð algengar og í flestum tilvikum gengur allt vel. Við tökum einn dag í einu og ég ætla að trúa því að allt muni ganga vel. JÁ, JÁ, JÁ.
Svo held ég að ég skrifi meira seinna. Þetta er nóg lesefni í bili fyrir ykkur. Framhald á morgun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2009 | 09:57
Embarazada
Það er kominn tími til að gera þetta opinbert hérna á blogginu. Hef bloggað óvenju lítið undanfarið þar sem ég hef verið að halda þessu leyndu og þá er eitthvað svo erfitt að skrifa. Er vön að skrifa það sem ég er að hugsa. Veit ekki eftir hverju ég hef verið að bíða en tíminn er kominn.
Einhverjir vita þetta og aðrir ekki.
.
.
.
Ég og Hrund eigum von á litlum sólargeisla.
Það kúrir krílus í kúlunni minni.
Komin heilar 15 vikur í dag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2009 | 09:50
Ha?
Ég get svo svarið það að persóna í morgunsjónvarpinu sem Rakelita er að horfa á sagði 'þú þarna heimski TÍKARTITTUR'.
Er það ekki einum of gróft???
Annars fór Rakel að tala um barnaherinn í Afríku á dögunum eða börn með byssur í Afríku sem þurfa að skjóta fólk. Kom í ljós að hún hafði að eigin sögn verið að horfa á eitthvað myndband (hvar varstu að horfa á þetta krakki, ekki hjá okkur) frá Rauða krossinum með brúðunni Hjálpfúsum sem deildi þessu með börnunum.
Er það ekki einum of gróft líka fyrir 4 ára börn???
Rakel sprurði mig í gær hvort hún væri ekki sdillingur. Jú, því var ég sammála, hún er mikill snillingur.
'Glitra ekki í mér augun líka' vildi hún vita. Jú, að sjálfsögðu unginn minn.
Hrund er í óvissuferð með vinnunni og er búin að vera í burtu síðan í gærmorgun. Ég held að hún hafi bara aldrei brugðið sér af bæ yfir nótt enda fékk ég símtal frá fullri Hrund á miðnætti sem gubbaði því klökk út úr sér að hún vildi bara koma heiiiiiiiiim. Hún vissi varla hvar á landinu hún var sem var gott því hún hafði fengið þá hugmynd að láta pabba sinn sækja sig og keyra sig heim. Ég sagði henni að hætta þessari vitleysu, leyfa mér að fara að sofa og bannaði henni að koma heim fyrr en ferðin var búin. Sagðist svo elska hana sem kom fram nokkrum tárum í viðbót. Litla skinnið.
Við Rakel unum okkur hins vegar vel. Höfum það næstum of gott. Rakel fór í afmæli í gær sem var brjálað sport og svo buðum við okkur í mat til mömmu. Nú situr barnið inni í herbergi, spilar á trommurnar og syngur 'það má gefa litla bróður snúúúúúð'. Greinilegt að hún ætlar að spilla sínum komandi systkinum.
Við erum á leið í sturtu, ætlum svo til ömmu/langömmu að leika okkur úti í garði og það er aldrei að vita nema við förum í bíó.
Bara kósý hjá okkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar