Dagurinn í dag

Vaknaði korter fyrir sjö við babblið í Öllubjöggu junior.

Píndi mig á fætur, skipti á molanum og plantaði henni í matarstólinn á meðan ég eldaði quinoagraut handa henni.

Hellti upp á kaffi handa mér og Sprundinni, ýtti við stelpunum mínum og gaf molanum grautinn með stöppuðu mangói og peru út í, hörfræjaolíu og svo lýsi á eftir.

Gaf Hrund afmælisgjöf (hún er 31 árs í dag, sæta konan mín), greiddi Rakel, setti í vél og kom Röskvu fyrir í ömmustólnum á meðan ég fór í sturtu.

Skrælaði og brytjaði heilt kíló af lífrænum gulrótum og eina risastóra sæta kartöflu, setti í tvö gufusuðunarsigti og yfir potta. Sinnti Röskvuu þess á milli og vaskaði upp.

Gaf Röskvu pela, hreina bleiu og leyfði henni að rúlla sér í hringi á gólfinu á meðan ég gekk frá þvottafjalli.

Skutlaði molanum út í vagn og drakk svo júgórt úr glasi á meðan ég kláraði að stappa allt grænmetið, koma fyrir í klakaboxum og setja inn í frysti.

Núna er klukkan tíu og ég ætla að setja í þurrkarann og mjólka mig. Reyna svo að fá mér súpu og brauð áður en skottið vaknar aftur. 

Þarf svo að brjóta þvott, gefa Röskvu hádegismat og seinna pela, vaska meira upp, sækja Rakel snemma því Silla ætlar að passa á meðan ég skrepp út, gefa Rakel að drekka í kaffinu, borða sjálf, drekka kaffi, setja í aðra vél og sitthvað fleira.

Langaði bara að deila deginum mínum með ykkur.

Átröskunarsérfræðingurinn á eftir. Ég þarf að drepa nokkra púka svo ég fái kraftinn til að vera heilbrigð og koma mér í form.


Hvað get ég sagt

Annað en að:

 

 

Í höfði mér er stormur

 

og ég vona að hann fari bráðum að lægja

og að eftir sitji aðeins krafturinn

sem olli honum.

 


Fésdagur

Það er merkisdagur í lífi mínu í dag: Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Fésið og byrja að njósna um fólk.

Kann ekki rassgat í bala. HELD að ég sé núna á Facebook en kann ekki að gera neitt. Svoleiðis verður það þangað til einhver kemur og sýnir mér og hjálpar eða þangað til ég hef nennu, tíma og vit til þess að finna út úr þessu.

Stend á krossgötum í lífina og finn í fyrsta skipti þörf hjá mér fyrir að vera hluti af þessu tengslaneti. Endilega addið mér ef við erum vinir.


Í fréttum er þetta helst

Héðan úr kotinu er það helst að frétta að ég er BÚIN AÐ FÁ VINNU. Ég get ekki og ætla ekki að reyna að lýsa fyrir ykkur hversu fegin ég og fjölskylda mín er. Verð að vinna upp í skóla.

Röskva er farin að velta sér frá baki og yfir á maga (fyrir þá sem ekki vita gera flest börn það á þessum aldri, veltingur af maga og yfir á bak kemur að jafnaði á undan og Röskva gerði það þegar hún var 11 vikna). Núna stoppar barnið ekki. Ég legg hana á bakið á leikteppið og skrepp inn í eldhús að ná í pela eða fá mér vatnsglas. Kem aftur og þá er Röskva nokkrum veltingum frá teppinu að sleikja drulluskítugt parketið í gúddí fíling. Það er nær vonlaust að skipta á henni þar sem hún veltir sér um leið. Fæturnir á henni eru út um allt og í morgun sparkaði hún niður stórri glerkrukku með kókosólíu þegar hún var að reyna að velta sér ofan í vaskinn inni á baði. Ég var berfætt og þurfti að standa grafkyrr heillengi með glerryk milli tánna og undir iljunum á meðan Hrund bar Rakel út úr baðherberginu og sópaði það helsta svo ég kæmist að baðkarinu að skola mig.

Ég gerði þrifaplan í gær og hengdi á frystinn. Það er bara ekki þrifið hérna nema það sé eitthvað plan að fara eftir. Það hreinlega deyr eitthvað inn í mér þegar ég þarf að þrífa, mér finnst það svo leiðinlegt. Geri það samt því ég verð þunglynd af því að hafa drasl og skít í kringum mig. Röskva er farin að æfa sig í að skríða. Skýtur upp litla rassinum og togar sig áfram. Það dugir ekkert annað en að hafa gólfin sæmileg hrein svo Röskvaa geti smakkað á þeim. Núna verður þrifið smá á hverjum degi og þrifunum komið fyrir inn í stundaskrá dagsins.


Röskva verður búin að lifa hálft ár á morgun og rauðhausinn minn fer í skóla í haust. Ég á ekki til orð. Er ekki bara komin tími til að koma með annað kríli? Börnin myndu þá sofa í hjónarúminu og við Hrund í kojum í barnaherberginu.

Ég er alltaf á leiðinni að setja myndir inn á Barnland. Það er heilu haugarnir af þeim inn á flakkaranum, svo mikið að mér fallast hendur. Svo langt síðan ég hef montað mig af stelpunum mínum að ég er komin með fráhvarfseinkenni.

Átröskunarpúkinn lætur mig ekki í friði og ég hræðist hugsanir mínar. Svo mikið að ég veit að ég þarf hjálp. Tek fyrsta skrefið á eftir og hitti sérfræðingin minn sem hefur alltaf hjálpað mér svo mikið. Ég get aldri hætt að skammast mín fyrir að hafa verið/vera með átröskun og aldreit hætt að skammast mín fyrir að vera svona feit. Veit samt að ég mun skammast mín mest ef ég geri ekkert í mínum málum og missi tökin og missi af stelpunum mínum því átröskunin leyfir mér ekki að sinna neinu nema sér.

Endilega kíkja í heimsókn. Ekki á eftir samt því að við ætlum að þrífa. 

 


Ég er ...

... alltaf dálítið syfjuð

og alltaf pínu á eftir áætlun

en það er allt í lagi því ég á fullkomna tvennu, Rakel og Röskvu.

 

Í morgun leit ég í spegil og tók eftir einhverju skrítnu fyrir neðan hægra augað. Ég var ekkert æst í að taka af mér gleraugun þar sem ég fæ taugaáfall í hvert skipti sem ég afhjúpa fjólabláa svefnleysisbaugana undir augunum, gleraugun fela þá svo helvíti vel. Tók brillurnar samt niður og kroppaði eitthvað í húðina. Sá auðvitað ekki glóru svona gleraugnalaus. Færði mig nær speglinum til að skoða þetta betur.

Uuuuu.

Þetta var ný hrukka!

Mömmuhrukka.

 


Jákvætt

Ætla að setja eitthvað skemmtilegt inn núna. Erum á leið í sumó í Laugarási, við stelpurnar mínar, mamma og Einar en Pétur og Bebe verða eftir í bænum.

Ah . Gnuðið í vindi, timburlykt, bók, heitur pottur og Rakel úti allan sólarhringinn. Hlakka til.


Update

Þú er ég búin að fá það staðfest. Tvö ömurleg símtöl. Ég á ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem ég er námsmaður á milli anna. Og við eigum ekki rétt á neinum öðrum bótum frá Féló. Ég var svo miður mín eftir það samtal að ég spurði ekki af hverju. Geri ráð fyrir að Hrund sé með of há (!!!) laun. Samt duga hennar laun ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Við erum bara í einhverri svartri holu með fullt af öðru fólki og verðum bara að safna dósum. Ætli það verði ekki slegist um þær næstu mánuði.

Urr.


Velferðarkerfi?

Frá og með þessum mánuði er ég tekjulaus. Ég er búin með fæðingarstyrkinn (sem var btw 113.000 á mánuði FYRIR skatt) og ég á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ég er ekki komin með sumarvinnu og ekkert víst að ég fái neina. Ég hélt ég væri örugg með vinnu í Háskólanum þar sem ég hef verið þar síðastliðin þrjú sumur en svo virðist ekki vera. Ég fæ vonandi fljótlega svör þaðan um hvort ég fæ vinnu eða ekki, þangað til get ég verið stressuð. Ég er búin að sækja um fleiri vinnur svo það er bara að bíða og vona.

Svo á að að eyða 230 millum í golfvöll á meðan það kostar hvítuna úr augunum að setja barn til dagmömmu og biðlistar á leikskólum er kreisí.

Og ég er í einhverri holu í kerfinu og má éta það sem úti frýs. Og fjölskyldan mín líka.

Djöfuls drullu eitthvað.

Mætti halda að við byggjum í BNA. Farið að verða skuggalega auðvelt að enda á götunni.


Allt að gerast

Þá er ég orðin 27 ára gömul og ráðsett (eða verð sjö mínútur yfir átta í kvöld). Pabbi kom í gær með alls konar gúmmulaði frá Nicaragua og auðvitað sjálfan sig sem er langbest. Óóóóótrúlega gaman að hitta hann og sjá hann með Röskvu. Hún tók engan trylling þegar hún sá hann (eins og þegar hún sér ókunnuga þessa dagana) heldur brosti til brúna mannsins með krullurnar. Fjölskyldan borðaði öll hér í gær og skemmti sér og ég hreinlega malaði af ánægju. Í dag ætlum við pabbi með stelpurnar niður í bæ að dúlla okkur og svo verður skálað í kampavíni í kvöld sem pabbi kom með og hann ætlar að elda uppáhalds kjúllann minn. Namm!

Framundan er svo smá roadtrip, líklega á Þingvöll, vöfflukaffi á föstudag svo rest af fjölskyldu geti séð pabba og sund og rólegheit. Pabbi mun svo gera góða hluti í eldhúsinu eins og venjulega sem er bara frábært. Hann eldar besta mat í heimi. Og þá meina ég besta mat í heimi.

Góðar stundir:)


Matargat

Röskva fékk í fyrsta skipti matarsmakk í gær. Ég ætlaði að bíða með það þangað til hún yrði 6 mánaða (þótt að brjóstamjólkin dugi alveg lengur en það, það er gömul mýta að næringin fari að minnka eftir 6 mánuðina, hins vegar er allt í lagi að þau fái að borða og ég vil að Röskvan verði komin með smá matseðil þegar Hrund fer í orlof) en það fer ekki allt eins og maður ætlar. Röskva er gjörsamlega búin að missa áhugann á pelanum. Ég þarf að plata mjólkina ofan í hana. Hún drekkur kannski tæpan hálfan pelann og nennir ekki meiru. Ég er því að bjóða henni mismunandi stellingar og staði í húsinu og syng eins og mér sé borgaði fyrir það á meðan. Þannig tekst mér að koma meirihlutanum ofan í hana. Auk þess hefur hún svoleiðis starað á allt sem ég set ofan í mig og svo var það bara móðurinnsæið sem sagði mér að hún væri tilbúin.

Og oh my god sko. Hún RÉÐST á skeiðina. Hún fékk lífrænan graut frá Holle blandaðan út í brjóstamjólk og hörfræjaolíu út á. Það kom skrítinn svipur á hana fyrst og hún fattaði ekki alveg hvað hún átti að gera við þetta en hún var snögg að átta sig og grauturinn hvarf ofan í hana. Hún fékk nú bara tvær teskeiðar svona til að byrja með en váts hvað okkur fannst þetta öllum gaman. Hrund keypti IKEA barnastól fyrir hana og þarna sat hún orðin svona líka stór með graut í eina hárinu á höfðinu, baðandi út öllum öngum af spenningi. Mamma keypti 'Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða' sem er snilldar bók með öllu því sem þarf að vita. Stefni á lífrænt og heimagert mauk og allan pakkann. Maukaði nú allt sjálf fyrir Rakelin eftir að við fluttum á Laugarnesveginn. Ætla svo líka í framtíðinni að gera grautana mína sjálf, þegar hún má fá glúten og svona (eftir 6 mánaða). Fann svo plan á naeringarsetrid.is sem gott er að fara eftir. Þar er plan viku fyrir viku yfir hvenær má bæta við máltíðum og fæðutegundum. Gaman að þessu.

Röskva er svo alveg farin að hafna brjóstinu þegar hún er vakandi. Hún hefur fengið 5 pela á dag með brjóstamjólk og svo brjóst á nóttunni og fyrst á morgnana í 9 vikur núna (vá, er ég búin að mjólka mig í 9 vikur!). Ég er rosalega þakklát fyrir hvað þetta hefur gengið vel og eiginlega hissa á því að hún hafi ekki hafnað brjóstinu fyrr. Mamma keypti dunk af lífrænni þurrmjólk (hvað gerði ég án múttunnar?) og ég tók þá ákvörðun að gefa henni þurrmjólk á nóttunni ef hún vill ekki brjóstið. Get ekki staðið í því að auka framleiðsluna og svo tekur hún stundum brjóstið og stundum ekki og bara ... þetta er komið gott. Brjóstamjólkin verður samt áfram aðalfæðan og ég nota bara þurrmjólkina ef hún vill ekki brjóstið. Svo tók hún reyndar brjóstið í nótt en í ekki morgun svo þá fékk hún brjóstamjólk í pela og svo pínu þurrmjólkurlögg rétt fyrir blundinn sinn.

En núna ætla ég að nýta tímann meðan barnið sefur og borða eitthvað.

ps. Var að skoða myndir af Rakelinn minni þegar hún var 5 mánaða. Trúi varla að hún hafi einu sinni verið svona lítil. Mjög gaman að skoða myndir af stelpunum mínum á sama aldri. Svoooo fallegar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband