Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
9.2.2009 | 20:51
Strútur
Fyrir Rakel er kind og hrútur það sama. Og hrútur og strútur.
'Hvað er kind?'
'Strútur'
Og ekki orð um það meir.
8.2.2009 | 09:33
Og rauðhaus söng:
Febrúar, mars, aríl, maí, júlí, júlí, ágúst, september, oktomber og þá er vikan búúúúin'
'Hvenær áttu afmæli' Vildu mæður vita
'17. júní???'
Gott gisk en ekki rétt
5.2.2009 | 10:04
Lús í höfði
Um áttaleytið í gær hvarf Hrund í nokkuð langa stund. Ég heimtaði að fá að vita hvað hún hefði eiginlega verið að gera þegar hún kom til baka. Jú, hún hafði verið að kemba lús úr höfði sér.
Við vorum ekki glaðar. Aldrei fékk neitt af okkur systkinunum lús og þótt við Hrund höfum eytt óteljandi dögum við vinnu á leikskóla og Rakel við leik í honum þá höfum við sloppið.
Mig byrjaði samstundis að klæja.
Hrund fór og keypti lúsasjampó og kembdi svo á mér hausinn. Ég leit vægast sagt skrautlega út að því loknu, hárið leit út eins og það væri á leiðinni af hausnum. Og það er ekki gott að kemba í gegnum hnausþykkar krullur. En hárið var alsaklaust af lúsinni. Rifum barnið líka á fætur og kembdum það hálfsofandi og volandi. Ekkert. Settum bursta, höfuðföt og úlpuna hennar Hrundar og fötin sem ég var í um daginn í poka og út í frostið. Já, fötin mín. Þar sem þau lágu í rúminu sem Hrund hafði legið í með lús og mér leið betur að vita til þess að fötin væru fryst áður en ég færi í þau aftur. Tókum af rúminu og settum á suðu og settum hreint koddaver hjá Rakel.
Maður á nú ekki að þurfa annað en að frysta höfuðföt og bursta en látið mig bara vita næst þegar þið fáið lús hvernig þið tækluðuð þetta. Hvort ykkur hafi langað til að leggjast í rúmföt þar sem grey manneskja með lús svaf næturnar á undan.
Svo var það símatalið. Til Gyðu auðvitað. Hún er eiginleg hluti af þessari fjölskyldu nátla og var hér á bæði mánudag og í gær og knúsaði Rakel í bak og fyrir og við vorum/erum ekki vissar um hvort hún væri smituð (þ.e. Rakel). Mér leið örugglega svipað og manneskju sem kemst að því að hún er með kynsjúkdóm og þarf að segja hjásvæfunni það. Baðst afsökunar á því að trufla hana úti á lífinu en hvort hún myndi nú ekki kemba sig þegar hún kæmi heim. Nei, snoðun er engin lausn. Já, ok, þú vilt ekki tala meira um lús, já, bara sorry elsku vinkona með ótrúlega síða hárið.
Stuð
Ætlaði að skrifa eitthvað ótrúlega fyndið um Rakel en man ekkert hvað það var. Skrifa það seinna.
Jú, nú man ég það. Ég bjó til sjeik handa okkur í gær, smá ís, mjólk og fullt af berjum og banana. Reyndar dó blandarinn í miðjum hræringi. Úps. En ég kom þessu í glös og þetta var ljúffengt. Rakel hins vegar gretti sig þegar ég sagði henni í kvöldmatnum að það væri sjeik í eftirrétt og ég sagði henni að það væri enginn skylda að borða hann. Hún fylgdist með gerð sjeiksins og var nokkuð hissa þegar ég hellti í glas handa henni líka.
'Á ég að fá svona líka'
'Ef þú vilt, en þú þarft ekki að borða þetta. Engin skylda að borða eftirrétt'
'En ég vil'
'Gjörðu þá svo vel. Mundu svo bara næst að fúlsa ekki við einhverju sem þú hefur ekki smakkað'
'Ég hélt bara að þetta væri kennaratyggjó'
'Kennaratyggjó?'
'Já, ég hélt að sjeik væri bleikt kennaratyggjó og ég vildi ekki þannig'
Bleikt kennaratyggjó.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 12:44
Strumpur
Mæðgur sátu í sófanum og spjölluðu. Mamman þreytuleg eftir daginn, strumpurinn alltaf jafn kátur í kisunáttfötum. Buxurnar í kuðli uppi á hnjám svo skein í ótal skrámur og marbletti. Ég breiddi yfir þær teppi og rétti þeim Herra Subba að lesa á meðan ég brá mér í sturtu. Þegar ég var búin og kom aftur inn í stofu var lestri lokið og Rakel að skoða bókina og spekúlera eins og hennar er siður.
'Sjáðu þessi fótaför út um allt. Ussususs'
'Þetta eru fingraför eftir herra Subba'
'Eru þetta fótaför?'
'Fingraför'
'O þá sagði Subbi: Hamingjan sannan, ég ætla bara fara inn í bókina og setja fótaför út um allt'
'Fingraför'
Gyða reyndi að taka mál barnsins upp í gær. Barnið var svo yfirspennt að það gerði lítið annað en að öskra eins og ljón upp í eyrun á Gyðu eða gubba út úr sér hátíðnihljóðum. Svo mikin var gleðin yfir Gyðunni einu sönnu.
Tilraun tvö verður gerð á morgun. Það heyrist ekkert af upptökunni nema stöku öskur í barninu.
Undanfarna viku hef ég horft á tvöfaldan heimildaþátt um barnaþrælkun, tvær heimildirmyndir um útrýmingu Síonista á Palestínuaröbum og lesið nokkrar hörmungarsögur um ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexikó. Ég er bara buguð. Langar að fara í burtu í ár og hjálpa en Hrund var ekki beint hrifin af þeirri hugmynd. Hún sagði að ég mætti fara í mánuð. Hugsa að ég nýti hann til að fara til Nicaragua með Simon litla bró við fyrsta tækifæri. Hann er svo stór og sterkur að hann getur borið mig í þeirri róandi lyfjavímu sem ég þarf að vera í til þess að lifa flugið af. Sakna hans og pabba endalaust.
Hamingjan sannan
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 18:57
Frost er úti ungarnir mínir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar