Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 09:31
Öskudagur
Ég dröslaði litlum, slöppum rauðhaus í leikskólann í gær. Litla andlitið ljómaði þegar ég sagði henni að það væri öskudagur og hún mætti loksins fara í sjóræningjabúninginn sinn og fara á ball í leikskólanum.
Hún ætlaði hins vegar varla að hafa það á leikskólann, svo orkulítil var hún. En hún sló köttinn úr tunnunni og borðaði pulsu og svo kom ég að sækja hana.
Ég vann svo heilt spænskuverkefni á meðan hún dundaði sér inni í herbergi, það fer stundum ekkert fyrir þessum engli.
Mamman tók svo heldur betur flottar myndir af henni í búningnum með Pétur á höfðinu, ekta sjóræningi alveg hreint.
Pabbi hennar tók hana í morgun, næstu dagar eru hans og komið að honum að snýta og strjúka og lesa og knúsa.
Haldiði svo ekki að barnið hafi logið því að okkur að pabbi hennar segði að hún mætti skeina sig sjálf og svo logið því að pabba sínum að við mæður segðum að hún mætti skeina sig sjálf. Maður þarf greinilega að vara sig á þessu, barnið er farið að plata án þess að blikna.
Best að skrifa aðeins í ritgerðinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 19:33
Nei takk
'Viltu ís ástin mín?'
'Nei, takk'
???
Já, rauðhaus er orðin svona líka veikur. Og eitthvað slen í Sprundinni minni sem ég skrifa á þá staðreynd að hún fer yfirleitt að sofa klukkan þrjú á næturnar. Rauðhaus stóð við rúmstokk mæðra í nótt og saug upp í nefið. Var snýtt og strokið um ennið og kom þá í ljós að hún var brennheit. Var lengi að sofna aftur og lá svo bara í rúminu og volaði þar til mæður drösluðu sér á fætur. Var með nokkuð háan hita og öll ómöguleg, hefur held ég bara ekki orðið svona veik í tvö ár!
Ekki vildi hún borða nema eitt vínber, borðaði þrjár skeiðar af súpu í hádeginu og vildi hvorki sjá djús né bollu í tilefni dagsins.
Hafði ekki einu sinni orku í að labba né sitja upprétt og lá bara í sófanum og horfði á mynd með mæðrum. Við lögðum okkur svo allar, ég er sjálf ekki sú hressasta.
Bauð barninu að lita en hún hafði ekki orku í að sitja. Fannst þetta nú einum of mikið af því góða svo ég mældi hana aftur og var hitinn þá kominn í yfir 40 gráður. Við skelltum því hitalækkandi stíl í óæðri endann á krílinu og fórum með hana á læknavaktina til öryggis. Eyru, lungu og kok var allt í lagi, krílið er með svona slæma flensu. Svo slæma að hún vildi ekki ís. Oh my lord.
Mér finnst ekki spennandi að vera sjálf með þyngsli í höfði og almennan slappleika. Ég dey úr stressi ef ég verð lasin.
Mæðurnar gæddu sér svo á bollum og barnið húkti á stól á meðan og borðaði nokkur vínber. Liggur nú upp í sófa með móður og glápir. Lítið annað sem hún hefur orku í litla skinnið.
Hún var hins vegar eiturhress um helgina. Skoppaði í íþróttaskóla og blaðraði alla leiðina á Selfoss til afa Þóris. Lá í gólfinu og lék sér og fór út að leika með afa. Áttum afar kósý dag fyrir austan og við kyrnur ekki síðra kvöld. Fórum í bollukaffi til ömmu á sunnudaginn og svo í rólegheit og mat til mömmu. Óksöp notalegt allt saman.
Annars er ég alveg rugluð. Þann 18. febrúar voru fjögur ár upp á dag síðan við Hrund kynntumst (ekki sambandsafmæli). 17. febrúar trúlofuðum við okkur (fyrir þremur árum) og 6. mars eigum við sambandsafmæli. Best að hafa þetta rétt.
Matarlystin mín er allavega í góðu lagi, ætla að fara að malla eitthvað fyrir mig og konuna, stinga öðrum stíl í barnið, sussa og bía og vona svo heitt og innilega að hún geti sofið í nótt og þar af leiðandi við mæðurnar líka.
Er treyttur núna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 15:56
HAHA
Rósa var nýbúin að horfa á þetta þegar hún fór að lesa færsluna mína um "vondar" mömmur.
Passar ekkert smá vel saman:
19.2.2009 | 09:11
Rauðhaus
'Hún talar látlaust!' sagði mamma í gær þegar við kyrnur komum heim.
Og svo hristist hún öll af hlátri þegar hún sagði okkur frá öllu því sem barnið hafði gubbað út úr sér.
'Og spurningarnar!' bætti hún við.
I know!!! Barnið spyr eeeeendalaust. T.d. hvert við erum að fara, að gera hvað, af hverju, af hverju ekki eitthvað annað, voru mæður bara að pissa á klósetti eða pissa og kúka, hvað er í matinn, hvaða dýr hleypur hraðast, hvað er einn plús enn, af hverju er það tveir, hver á þennan staf, hvenær eignast ég systkini, hvenær ætlið þið að gifta ykkur, á ég afmæli eftir viku, hvenær er öskudagur, núna, eða kannski núna, eða núna?
Reyndar segir hún aldrei hvenær heldur hverning.
Hvernig kemur öskudagur.
Með látum giska ég á.
Vi kyrnur ákváðum að keyra á Stokkseyri í gær á fara á Fjöruborðið. Ætluðum á Asíu niður í bæ en langaði svo allt í einu að keyra aðeins út úr bænum svo við brunuðum á Stokkseyri. Klúðruðum því að fara Þrengslin þar sem við vorum ekki alveg að fylgjast með en skemmtum okkur konunglega í bílnum, spjölluðum og hlustuðum á Lhasa, söngkonu sem við fílum báðar og var eitt af því fyrsta sem við hlustuðum á saman. Kvöldið sem ég tók Hrund á löpp fór ég með hana heim og setti Lhasa á fóninn. Var svo steinhissa þegar hún fór að syngja með, þekkti engan sem vissi hver hún væri yfir höfuð nema mömmu.
Þegar á Stokkseyri var komið skelltum við okkur í kraftgalla og röltum svo hönd í hönd í rokinu um svæðið. Fengum okkur að borða eftir göngutúrinn og vá hvað þetta var gott. Mér finnst humar álíka girnilegur og hráir sniglar og áferðin svipuð og á steiktum sniglum en humarsúpan á staðnum finnst mér rosa góð. Við fengum okkur þannig í forrétt og Hrund gæddi sér bara á mínum humri líka. Fengum okkur svo lambakjöt í aðalrétt og þetta er án efa það besta sem ég hef fengið. Þetta var sjúklega gott. Ég gat hvorki klárað súpuna né aðalréttinn og stóð á blístri og eftir að Hrund hafði dregið mig að landi átti hún pínu erfitt með að anda. Það var svoooo heitt þarna inn að við vorum orðnar kafrjóðar í framan. Á tímabili leið mér eins og það væri að líða yfir mig, ég var komin úr gönguskónum en var samt að stikna á tánum og það finnst mér sko verst af öllu.
Þetta var yndisleg máltíð og ótrúlega kósý að keyra til baka í myrkrinu. Fengum okkur súkkulaðikökusneið til þess að taka með og borðuðum hana svo þegar heim var komið, í náttfötunum og undir sæng.
Aðalstyrktarfélagar þessarar ferðar voru Edda móða sem gaf okkur pening í jólagjöf og mamma krútt sem gaf okkur pening í tilefni afmælanna tveggja. Takk kærlega fyrir það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2009 | 10:07
Ammili
Í dag er góður dagur.
Í gær áttum við kyrnur þriggja ára trúlofunarafmæli og í dag eigum við fjögra ára sambandsafmæli.
Vúhú!
Ég var að reyna útskýra afmælið okkar fyrir Rakel í gær. Erfitt að útskýra trúlofun fyrir fjögra ára gömlu barni. En hún skildi að einn daginn ætlum við að gifta okkur.
'Hvenær' vildi rauðhaus vita
'Kannski í sumar eða eitthvað, ég veit það ekki alveg' sagði mammí
'Kemur þá ekki barn þegar þið giftið ykkur' spurði rauðhaus vongóður
'Ég veit það ekki alveg engillinn minn'
'Ef þið viljið gifta ykkur í dag þá máið þið það alveg'
'Takk ljósið mitt'
Mamma kemur að passa á eftir og við spúsan ætlum að gera okkur glaðan dag. Fá okkur göngutúr kannski og fara út að borða.
Góður dagur.
17.2.2009 | 14:21
VOND mamma
Þetta gengur manna á milli í netheimum með reglulegu millibili og á vel við. Mamma var nefnilega svona vond mamma og ég stefni í það líka:
Var mamma þín vond ?
Mín var það!
Við áttum verstu mömmu í heiminum !
Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í morgunmat fengum
við hafragraut/hollt cheerios.
Þegar aðrir krakkar fengu pepsí og súkkulaði fyrir
hádegismat fengum við samlokur.
Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún gaf okkur
í kvöldmat, -allskonar MAT.
Mamma vildi alltaf vita hvar við vorum, ALLTAF, það
hefði mátt halda að við værum í fangelsi. Hún vildi
vita hverjir voru vinir okkar og hvað við vorum að gera
með þeim.
Hún krafðist þess að ef við segðumst ætla að fara
eitthvert í klukkutíma þá væri það aldrei meira en
klukkutími.
Þegar það var FRÍ í skólanum þurftum við að vinna.
Við þurftum að þvo diskana, búa um rúmin, læra að
elda, þvo þvottinn og annast önnur leiðinleg störf.
Við héldum að hún lægi vakandi á nóttunni bara til
að pæla út hvað hún ætti að láta okkur gera daginn
eftir
Hún lét okkur alltaf segja sannleikann, allann
sannleikann og ekkert nema sannleikann.
Þegar við vorum unglingar, gat hún lesið hugsanir
okkar.
Þá var lífið ERFITT !
Þegar allir fengu að fara á djammið og skemmta sér 12
eða 13 ára, fengum við ekki að gera neitt fyrr en við
vorum 16. ára.
Mömmu vegna misstum við af fjölda mörgu og miklu sem
aðrir krakkar gerðu.
hvorugt okkar hefur verið tekin fyrir að stela úr
búðum, eyðileggja fyrir öðru fólki eða verið tekin
fyrir nokkurt afbrot af neinu tagi.
ALLT henni að kenna.
Við urðum aldrei full, kunnum ekki að reykja, fengum
ekki að vera úti allar nætur og misstum því af að gera
svo fjöldamargt sem unglingar annars fá að gera.
Núna erum við flutt að heiman.
menntuð og gott fólk.
Við gerum okkar besta að vera vondir foreldrar eins og
mamma okkar var.
Ég held að það sé það sem er að í heiminum í dag.
Það er bara ekki nóg af vondum mömmum lengur.
Kannski svolítið djúpt í árinni tekið að segja að ég hafi aldrei verið full, reykt né verið tekin fyrir að stela en mömmur ráða ekki öllu og geta ekki verið með manni alltaf.
Mamma var allavega rosalega góð í því að vera "vond" mamma. Upp fyrir vondum mömmum!!!
17.2.2009 | 09:40
Úff púff
Stundum er svo erfitt að leyfa sér að vona því ef allt fer á versta veg verða vonbrigðin svo mikil.
Stundum er betra að vera alveg kaldur, leyfa sér ekki að finna neitt.
Og stundum stendurðu þig að því að berja vonina niður með afli af þeirri ástæðu einni að síðast þegar vonin brást var það svo sárt að þú hélst að þú hefðir dáið eitt andartak.
Stundum er vont að vona.
Annars er ég að fara að byrja á BA-rigerðinni NÚNA.
16.2.2009 | 09:50
Þann 17. september 2007 ...
... skrifaði ég meðal annars þetta:
Jarðneskir englar hafa ekki vængi enda þurfa þeir þá ekki til þess að fólk þekki þá úr fjöldanum.
Það á vel við í dag.
13.2.2009 | 10:08
Í alvöru talað
Í gær, allt of seint um nótt, lágum við spúsan undir dúnsængum og vorum að stikna. Stormurinn barði gluggann að utan og ekki séns að opna hann án þess að gardínan færi á flug og skelltist utan í gluggakarminn með tilheyrandi látum.
Við vorum búnar að knúsast. Knús án nokkurra orða, upp í rúmi fyrir svefninn er það besta. Sé alltaf fyrir mér tvo hesta að nudda höfðum og hálsum saman. Konan hafði komið sér fyrir eins nálægt mér og hún gat og fékk að liggja þar nokkra stund þar til líkaminn kallaði á sitt rými og hún neyddist til að færa sig yfir á sinn kodda. Ég get sjaldan sofnað með einhvern ofan í mér, hvort sem það er hundurin hennar Inam, lítill rauðhaus með kaldar tær eða rjómahvíta konan mín (fleiri eru ekki svo mikið að reyna að koma sér fyrir í hálsakotinu mínu).
Við liggjum báðar á vinstri hlið og hlustum á vindinn. Frekar vakandi eftir knús og spjall (ok einræðu frá mér). Ég finn að brækurnar eru að trufla mig, einhvers staðar er eitthvað ekki eins og það á að vera og þar sem ég ligg með báðar hendur undir vanga bið ég mjúka konu:
'Ertu til í að laga aðeins nærbuxurnar mínar'
Konan verður við bóninni og það ekki í fyrsta skipti, lagar strenginn á bakinu og eitthvað fleira. Á meðan ég nýt klórsins sem ég fæ á bakið í kaupbæti hugsa ég mér að nánara geti fólk líklega ekki verið. Lagandi nærbuxur hvors annars. Það var góð tilfinning.
Annars náði ég í Gyðuna mína klukkan hálf sjö í gær og skilaði henni um hálf tvö. Allan tímann töluðum við út í eitt. Ég drakk fyrsta kaffibollann í viku og varð svo ör að ég fann sterka löngun til þess að taka nokkur spor á kaffihúsinu. Dillaði í stað þess fæti ótt og títt og sveiflaði höndum til þess að leggja áherslu á mál mitt. Við höfðum ekki hist í viku og soguðum félagsskap hvor annarrar í okkur.
'Mér finnst frábært hvað þú talar mikið' sagði Gyðan og mér þótti vænt um það. Gyða hefur alltaf verið eins og sól í lífi mínu, skinið skært á mig síðan ég kynntist henni, fyllt daga mína birtu og yl og verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu. Vinkonuást er sko ekki síðri en önnur ást.
Í svefnrofunum í gær fann ég fyrir heitri hendi Sprundarinnar á mjöðminni á mér, elsku snertidýrið mitt sem getur ekki sofnað án þess að koma einhvers staðar við mig. Ég fylltist svo miklum friði og hugsaði um hvað ég væri heppin. Ég datt í lukkupottinn þegar ég kynntist Oddnýju minni og hélt ekki að ég yrði svo heppinn tvisvar í viðbót. Þrjá sálufélaga á ég. Einn dökkhærðan á Akueyri, svo óralangt í burtu, einn bundinn mér á marga vegu við hlið mér í rúminu og svo þann ljóshærða með síða hárið í Vesturbænum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2009 | 12:47
Hjálp
Inn á milli gleymi ég að mestu styrkurinn felst í að viðurkenna veikleika sína og leita sér hjálpar. Ég þarf að losa mig við þær hugmyndir um sjálfa mig að ég sé aumingi og muna að það er ekki samasemmerki á milli uppgjafar og þess að leita sér hjálpar. Þvert á móti.
Ég neita að gefast upp. Það er líka miklu erfiðara en að berjast. En hjálpina þigg ég með þökkum.
Og vona svo bara að ég finni orkuna til þess að skrifa þessa blessuðu lokaritgerð svo ég geti útskrifast.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar