Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
19.9.2008 | 09:24
Sveittur dagur
Dagurinn í gær var eitthvað svo sveittur. Ég var svo ógeðslega þreytt og í vondu skapi að ég kom engu í verk. Lærði bara ekki neitt áður en ég fór í skólann. Ætlaði svo að ná mér bók á Hlöðunni og var mætt á hana rétt fyrir tímann. Fattaði að ég hafði gleymt bókasafnskortinu og þar sem ég hafði einhvern tíma lent í veseni út af því þá drullaði ég mér bara í tímann.
Ég var aldrei þessu vant á bíl. Hafði neytt Hrund til að koma heim í kaffi og láta mig hafa bílinn, þurfti að fá að útrétta aðeins eftir skóla og það er vonlaust að gera í strætó. Eftir tímann brunaði ég því heim. Kom við í apóteki og keypti einhverjar lífrænar vörur, náði svo í kort og eina Kellogsstöng og brunaði til baka. Gerði dauðaleit að bók en fann hana hvergi. Var að gefa upp vonina þegar engill labbaði fram hjá mér. Ahhh. Var búin að gleyma að Kristín átti að fara að byrja að vinna. Hún hjálpaði minns að finna bókina og bjargaði deginum.
Fór svo í 'Maður lifandi' og keypti mér lífrænan maskara og augnblýant (í öðrum lit en hinir tveir sem ég á) og kvöldmat handa okkur Hrund (gríslingur hjá föður). Náði í Hrund og mynd út á leigu, við keyptum inn (það virkar eiginlega ágætlega fyrir mig að versla þegar ég er svöng, ég er svo meðvituð um hungrið að ég passa mig rosalega á því að kaupa ekki neinn óþarfa, enda eiginlega á því að kaupa ekki neitt bara) og þegar heim var komið höfðum við það rosa gott. Fór ekkert í ræktina en er búin að fara þrisvar í þessari viku og ætla að reyna að koma einni göngu inn í planið í dag eða um helgina.
Svo fær Inam stóran plús því hún sinnti klukkinu mínu. Ha Rósa? Ok, hún var að byrja í nýrri vinnu svo hún fær séns og ég veit ekkert hvort Gestur les bloggið mitt einu sinni. En hvar er Gyðan?
Hlíf, eigum við okkur ekkert líf eða? Við kíkjum greinilega á bloggið hjá hvor annarri (og fleirum) oft á dag og kommentum. Það sama á ekki við um marga aðra. Hmmm. Samt erum við báðar alltaf á fullu.
En nú er það Pedro Páramo. Það er nú meiri steikin.
18.9.2008 | 10:17
Þreytt
Æ, Sprundin mín var eitthvað lasin í gær. Og hélt fyrir mér vöku. Fórum upp í rúmi á svipuðum tíma en greyið gat bara ekki sofnað. Ég var að stikna og kafna af því að það var ekki hægt að hafa neina glugga opna sökum ofsaveðurs. Sprundin brölti og ræskti sig og snýtti sér og að verða eitt gafst ég upp. Var ýkt vond og lagði mig í sófanum. Fannst nú að ég hefði átt að vera upp í rúmi og knúsa Hrundina en ég varð að sofa. Svaf svo ömurlega í sófanum og skreið aftur inn í rúm klukkan hálf sex. Var varla sofnuð þegar vekjaraklukkan hringdi. Sprundin er farin í vinnuna og er öll hressari. Ég er hins vegar mjög óhress, þreytt og úrill og vond.
Fyrir ári síðan skrifaði ég þetta um dóttur mína: Jarðneskir englar hafa ekki vængi enda þurfa þeir þá ekki til þess að fólk þekki þá úr fjöldanum.
Ég hef ekkert annað en þetta að segja í dag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 15:08
Klukketíklukk
Hlífin klukkaði mig. Ætlaði ekki að gera þetta fyrr en í kvöld eða á morgun en varð svo stressuð yfir að eiga þetta eftir að ég ætla að gera þetta snöggvast (alls ekkert leiðinlegt samt):
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Kennt ensku í minnsta skóla í heimi í Costa Rica
Gengið strendur Gandoca á nóttunni í leit að risaskjaldbökum og passað eggin þeirra á daginn
Leiðbeinandi á leikskóla
Gjaldkeri á póstinum
Fjóra bíómyndir sem ég held upp á:
Imagine you and me
Jalla, jalla
Harry Potter (eins og hann leggur sig)
Stella í orlofi
Fjóri staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík (í 104, 105, 107 og 108)
Svíþjóð (Lundi og Uppsölum)
Humlebeck (Danm.)
Las Juntas de Abangares, Guanacaste, Costa Rica
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
L- word
House
Glæpahneigð
(Reyndar bara verið að sýna House eins og stendur, skiptir það nokkru?)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
(Ég hef eiginlega farið á svo marga staði að ég ákvað að velja topp fjóra (allavega akkúrat núna í lífi mínu).)
Matagalpa, Nicaragua
San José, Costa Rica
Budapest, Ungverjalandi
Uppsalir, Svíþjóð
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
webmail.hi.is
barnaland.is (ég veit, ég veit)
vedur.is
rae.es (spænsk orðabók)
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
lárpera
banani (ég veit ekki hvort ég held upp á hann en ég get bara ekki lifað án hans)
kotasæla
súkkulaðikaka
(og biiiilljón hlutir í viðbót)
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Martin og Victoria
Z-ástarsaga
Hús úr húsi
Píkusögur
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Á flughræðslunámskeiði (svo ég geti focking einhvern tíma flogið eitthvert aftur)
Hjá ömmu sætu
Masaya, Nicaragua (amma er flutt þangað og restin af liðinu er þar líka)
Berlín (hefur alltaf langað þangað)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég bara þekki svo fáa sem blogga og sumir þeirra hafa ekki bloggað síðan í júní eða eitthvað (ha Kristín mín!?) en það má reyna:
Gyða
Inam
Rósa
Gestur (ekki drepa mig)
Takk fyrir og bless, verð að halda áfram að læra.
Bíddu, sjitt, já, og borða.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 09:48
Sáuð þið ...
... heimildarmyndina um nunnuna í gær? Hún var mjög áhugaverð. Þegar ég var yngri velti ég því, án gríns, stundum fyrir mér að ganga í klaustur. Ég er svo sem alveg nógu trúuð til þess en það er erfitt að flokka mína trú undir einhver ákveðin trúarbrögð svo ég vissi ekki alveg í hvað klaustur ég ætti þá að ganga. Fyrir mér var þetta bara svo tilvalin leið til þess að þurfa ekki að takast á við lífið sem var að sliga mig.
Ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert grín að eyða lífi sínu í klaustri. Þú þarft að vera virkilega sterk manneskja til þess að vera í klaustri eins og stelpan í heimildarmyndinni: mátt bara tala í klukkutíma á dag, hitta fjölskylduna þín sjö sinnum ári (með rimla á milli ykkar) og mátt aldrei aldrei aldrei fara út fyrir klaustursveggina. Þvílík einangrun og ærandi þögn.
Hins vegar þarftu aldrei að takast á við svo margt sem fylgir hinu daglega lífi. T. d. ástina. Og þá meina ég ekki ást til fjölskyldunnar þinnar heldur ástina sem fylgir því að vera ástfangin. Nunnan sagði að við værum sköpuð til að vera með annarri manneskju, að það væri ákveðið svigrúm í sálinni fyrir aðra mannesku en nunnur tileinkuðu guði þetta svigrúm. Ég er sammála því að við erum sköpuð til að vera með annarri mannesku, hvort sem það er í stuttan tíma eða alla ævina. Það hlýtur að vera, annars væru tilfinningarnar sem fylgja því að vera ástfanginn ekki svona sterkar. Eða er það bara ég sem verð svona ofsalega ástfangin?
Þótt það geti verið erfitt að finna að guð gefi þér allt til baka og miklu meira en það sem þú fórnar fyrir hann með því að ganga í klaustur þá ímynda ég mér að það sé miklu erfiðara að eiga við manneskju af holdi og blóði. Þola höfnun, svik, trúnaðarbrest, niðurlægingu. Eða þá að ástin er endurgoldin og hún lyftir þér hærra en nokkuð annað, svo hátt að ef hún brestur getur fallið verið banvænt.
Ef þú eyðir öllum tíma þínum í að biðja til guðs hefurðu þá tíma til þess að hugsa illa um þig sjálfan? Ef ég gengi í klaustur myndi ég þá vakna á morgnana og skammast mín fyrir líkama minn eða eitthvað sem ég sagði? Ef ég væri fullkomlega sátt við þá ákvörðun mína að verða nunna væri ég þá fullkomlega sátt við lífið sem ég lifði?
Ef ég þyrfti ekki á peningum, vinnu, vinum, íbúð, bíl, fatnaði, kynlífi, ást að halda væri þá eitthvað eftir til þess að hafa áhyggjur af?
Ég myndi ekki vilja skipta. En stundum myndi ég vilja fá að kíkja í heimsókn í klaustur í viku og hvíla mig.
Annars sagði vinkona mín við mig í gær að ein tilfinning útilokaði ekki aðra. Mikið svakalega er þetta vel orðað.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 20:40
Þriðjudagur
Hrund kyssir mig á ennið áður en hún fer í vinnuna.
Fer á fætur og elda graut handa mér og afkvæminu.
Hjálpa afkvæmi í föt og greiði því.
Við borðum graut og fáum okkur vítamín.
Löbbum í rigningu og roki út á leikskóla.
Ég bíð í roki og rigningu eftir strætó.
Fer í tíma í latinobókmenntum og svitna yfir því hvað það er mikið lesefni í námskeiðinu.
Læri, borða og spjalla við Bjarndísi í hádegishléinu.
Fer í tíma í spænskri málfræði og er rosalega svöng í honum og syfjuð.
Ég bíð í roki og rigninu eftir strætó.
Kem heim og treð banana í andlitið á mér.
Tek til í íbúðinni.
Byrja að þrífa.
Stoppa til að ná í afkvæmið fallegasta.
Löbbum í rigningu og roki heim.
Ég þríf eins vel og ég get eins hratt og ég get.
Rakel hendir öllum bókunum sínum á gólfið af því að hún er að fara í 'ekki snerta gólf'
Hrund kemur heim akkúrat þegar ég er að klára að þrífa.
Við skerum niður grænmeti og ost í pítur.
Við borðum allar saman.
Ég rýk út í magadans.
(Hrund ryksýgur á meðan, þessi elska, bakið fer að grenja ef ég geri það)
Ég rýk heim og hoppa í sturtu.
Les fyrir englaafkvæmið, bið bænir, signi, syng, kyssi, knúsa.
Brýt þvott.
Blogga.
Bara svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig dagurinn minn var. Hrund er að vaska upp. Þvottvélin þvær. Ég trúi ekki að ég þurfi að halda mér vakandi þangað til hún og svo þurrkarinn eru búin. Ætti eiginlega að lesa spænsku en er of þreytt. Held ég leyfi mér að horfa á einn sjónvarpsþátt og lesi í staðinn fyrir Strauma og stefnur (skáldsögu) upp í rúmi.
Svo bið ég til guðs og vona að ég geti sofið í nótt. Ég gerði ekkert annað en að bylta mér í fyrrinótt. Ég er eins og einhver gömul kerling.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 13:03
Loksins
Mér tókst það.
Í gær.
Og ég var ekki einu sinni með það í huga.
En það gerðist.
Og það var best í heimi.
Ég dansaði og ég gleymdi.
Ég dansaði ekki til að gleyma heldur kom það af sjálfu sér. Þvílíkt kikk, þvílík gleði sem streymdi um mig alla, þvílíkur kraftur, þvílík nautn.
Afró.
Það er málið. Það er mitt meðal við öllu. Ég var búin að gleyma hvað mér finnst þetta sjúklega gaman.
Mjög gaman líka að hafa Hlífina þarna með sér.
Get ekki beðið eftir því að fara í næsta tíma á miðvikudaginn.
Og ekki verra hvað þetta tekur á.
Magadans í kvöld. Vil helst fara í ræktina minnst fjórum sinnum í viku. Nú ætla ég að verða flott.
Og gleyma.
Og muna svo alla góðu hlutina á eftir þegar bráir af mér.
Takk fyrir mig.
14.9.2008 | 18:41
Pæling og spæling
Ég er mikið að velta því fyrir mér að gefa Mími annað tækifæri enda ekki honum að kenna að það var ekki gaman síðast. Það er nefnilega haustferð á laugardaginn og fyrir utan árshátíðina er þetta stærsti viðburður vetrarins og ég hef aldrei farið. Málið er að næsta helgi er okkar helgi með Rakel og mitt mottó hefur alltaf verið að eyða þeim tíma með Rakel, ekki í skrall. Mig langar bara alveg svakalega og Sprundinni minni finnst að ég ætti að láta slag standa og mömmu finnst að ég eigi ekki að hafa móral yfir því. Verst að við eigum miða á Einar Áskel (sýning) þennan sama dag. Ég myndi hins vegar akkúrat komast í ífróttaskólann með rauðhaus og eins og stendur er það það mikilvægasta í lífi hennar.
Hvað finnst ykkur? Á ég að hætta að vera svona mikil ungamamma og skella mér?
Það truflar mig hins vegar rosalega að allt í ferðinni er surprise. Þeir sem þekkja mig vita að ég þarf helst að lifa allt mitt líf eftir plani og á tímabili var þessi árátta sjúkleg. Ég er enn að reyna að breyta þessu og er orðin betri í því (annars væri Hrund líka hætt með mér, þetta var að gera hana klikkaða) en ferðin gerir mig órólega. Maður á að klæða sig eftir veðri en samt þannig að maður geti farið beint á djammið (og er einhver að fara að drekka og djamma eða enda ég ein með bjór aftur?). Hvernig klæðnaður er það? Ég sé þetta ekki fyrir mér. Ég held að ég þurfi að fá mér róandi te. Verst að róandi lyf eru ávanabindandi.
Úff, ég á enn eftir að læra fyrir tímann á morgun, oj.
En góðu fréttirnar eru að mamma ætlar að passa og lána mér bílinn svo að ég get farið í afró á morgun. Að öllum líkindum verða Hlíf og Gyða þarna líka að skoppa (Gyða mín, er ekki nóg fyrir þig þræla þér út í bootinu þarna á undan? Ekki það að það væri meira en gaman að fá þig í tímann).
Ég er svo ógesslega spennt. Já, já, já. Ég er alveg að verða búin að jafna mig eftir trámað á föstudaginn.
Heimatilbúin fjölskyldupizza í matinn, mmmmm.
13.9.2008 | 21:50
Betra
Það er ótrúlegt hvað heill dagur í náttfötunum og nóg af Sex and the city og Sprundinni minni gera fyrir geðið. Núna er allt betra.
Það sem er að bögga mig núna er að sökum andlegs álags í síðustu viku gekk mér ekki nógu vel að hreyfa mig og passa mataræðið. Og ég sem var búin að vera svo dugleg. En núna byrjar afró á mánudaginn og um leið ný vika svo ég held ótrauð áfram.
Mig langar að verða flott aftur.
13.9.2008 | 10:48
Súrt
Já, eða beiskt. Það er líf mitt þess dagana. Ótrúlega skrítið eitthvað.
Annars verð ég bara að deila með ykkur hvað það er gaman í spænskunni. Ótrúlega skemmtileg námskeið sem ég er í.
Rakel er komin inn í 'ífróttaskólann' sem er eins gott því barnið er búið að tala endalaust um hann síðan hún var í honum síðast. Hún hefur þrisvar farið, fyrst þegar hún var bara eins og hálfs árs stubbur, og hún hreinlega dýrkar þetta. Hún var ekkert smá spennt þegar ég sagði henni að hún myndi byrja í dag og lofaði þar upp í ermina á mér því að pabbi hennar kemst ekki með hana. Hún hlýtur að vera svekkt, litla skinnið.
Ég og Bjarndís fórum í Vísó í gær. Það voru allir voða feimnir til að byrja með en svo fórum við út að borða og þá skapaðist smá stemmning. Við færðum okkur á Glaumbar eftir matinn og ég og Gyða fengum okkur bjór, held enginn annar. Ég var búin að ákveða að ég ætlaði að dansa og drekkja sorgum mínum en svo fóru bara allir. Bjarndís og 37 vikna bumban hennar fóru heim að sofa, kærastinn hennar Gyðu kom og náði í hana og á meðan ég var á klósettinu fór restin. Þetta var alveg eins og eitt atriði í Friends þegar Ross fór á klósettið og á meðan fóru allir. 'How long was I in there?' veltum við Ross fyrir okkur.
Ég var reyndar kannski óvenju lengi því ég var að reyna að ná sambandi við Hrund sem var á skahallanum í vísindaferð með enskunemum. ??? Kom reyndar í ljós að einn neminn er æskuvinkona hennar.
Kristín krútt var reyndar ekki farin og kom inn á klósett að bjóða mér far heim. Mig langaði ekki rass heim og svo var ég enn með nær fullan bjór. Ég sat því bara ein á Glaumbar og drakk minn bjór og langaði að grenja úr svekkelsi.
Þegar ég kom út var byrjað að hellirigna og ég fann ekki helvítis staðinn sem Hrund var á. Var þarna eins og hóra á gangi í Lækjargötunni í hálftíma og Hrund með símann á silent! Ég stóð líka á götuhorni eins og hóra og velti fyrir mér hvern ég gæti hringt í og skipað að djamma með mér: Hlíf heima að skrifa mikilvægan kafla, Oddný í útlöndum, Katla í útlöndum, Hildur í útlöndum, Inam í útlöndum, systir mín of ung, Rósa sofandi, Davíð heima með vinum sínum. ARG.
Fann loks þennan stað sem Hrund var á og þambaði einn bjór. Það var ískalt þarna og enginn klósettpappír svo við Sprundin mín ó svo fulla fórum á Hressó. Þar var focking trúbador frá Selfossi að spila. Ekki. Skemmtilegt. Ég fékk mér því bjór. Hitti reyndar Davíð sæta og spjallaði við hann. Tónlistin byrjaði svo loks og við Hrund dönsuðum við tvö, þrjú lög. Svo vildi hún fá sér að borða og fara heim.
Var þetta kvöld eins og það átti að vera.
Nei.
Og ég er í ógesslegri fýlu bara. Og dansaði sorgir mínar ekkert frá mér.
Vaknaði svo klukkan hálf focking tíu. Hvað er málið með það?
Bara ömurleg færsla. Sorrý.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008 | 08:33
Var að fatta ...
... að það er óvenju langt síðan ég bloggaði síðast. En samt ekkert langt. Dagarnir líða svo hratt um leið og skólinn byrjar. Ég er bara að reyna að standa mig og læra og mæta í tíma og svona. Ótrúlega sérstök tilfinning að sjá fyrir endann á náminu, ég á svo lítið eftir.
Ég valdi erfiðara spænskunámskeiðið og sé ekki eftir því (að minnsta kosti ekki enn). Er einmitt að fara að lesa ljóð á eftir, ekki amalegt. Ég er bara sátt við öll námskeiðin sem ég er í, ef ég er jákvæð geta þau öll verið nokkuð skemmtileg. Straumar og stefnur þurfa samt að taka sig á, soooooldið erfitt að halda leiðbeiningu við heimalærdóm og í tíma.
Annars er pínu sem hvílir á mér og ég kemst ekkert í góðan blogggír fyrr en það er yfirstaðið. Mikið svakalega getur lífið verið erfitt.
Ég ætla bara að halda áfram að læra og hætta þessu röfli.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar