Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
26.9.2008 | 10:18
Loksins loksins
Já, það er kominn föstudagur. Hann er bara svo kærkominn að þið trúið því ekki. Hlakka svo til að fara í vísó og hitta Gyðu og Kristínu og alla hina og fá mér bjór sem er bara svooo góður.
Ahhhh.
Hitinn hér fjarri góðu gamni og ég er að drepast úr kulda.
Þetta íslenskuverkefni sem ég á að skila á mánudaginn ætlar mig lifandi að drepa. Mér bara fallast hendur þegar ég horfi á þessar hundrað blaðsíður eða eithvað sem ég þarf að lesa áður en ég get byrjað á verkefninu.
Auglýsi hér með eftir einhverjum sem vill hitta mig einhvern tímann um helgina og hjálpa mér með þetta. Ég skal hjálpa honum á móti.
Ok, bara smá lærdómur eftir, einn tími uppi í skóla og svo ...
... helgarfrí krakkar mínir, helgarfrí ...
25.9.2008 | 19:31
Harka
Já, ég er bara búin að taka daginn í gær og í dag á hörkunni. Las þrjár greinar fyrir íslensku í gær og kláraði skáldsögu í spænsku. Eldaði meira að segja kvöldmat þótt ég þyrfti að setjast niður inn á milli og hvíla mig.
Fór í tíma í morgun, horfði á mynd fyrir kvikmyndir Spánar í pásunni, fór í annan tíma, keypti hefti úti í fjölritun, ljósritaði á bókhlöðunni, svaraði spurningum úr kvikmyndinni, náði í burritos á Culiacan og fór í sturtu með Rakel.
Núna er ég búin að taka tvær feitar íbúfen og sit upp í sófa í ullarsokkum og undir dúnsæng (já, hitinn er ekki enn kominn á húsið, brrr) og er að slaaaaaappa af.
Morgundaginn ætla ég líka að taka á hörkunni, nenni ekki þessum veikindum. Ætla að byrja á verkefni í íslensku sem ég þarf að skila á mánudaginn og byrja að undirbúa fyrirlestur í spænsku. Ætla svo að taka sunnudaginn í einhvern lærdóm.
Æ, leiðinleg færsla.
Annars þykir mér svo vænt um allar vinkonur mínar. Vinir eru bara það besta í heiminum.
Og ég veit þið trúið því ekki en ég ætla í vísindaferð á morgun. Og ég ætla að drekka bjór (engan vodka aldrei aldrei aftur) og ég ætla ekki að læra neitt á laugardaginn.
Passið ykkur bara ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 14:32
Bíðið aðeins, þetta er orðið enn þá betra
Já, já. Hitalögnin farin niðri í kjallara. Búið að vera að bora þarna niðri og gera andskotann ég veit ekki hvað í allan dag svo það er ekki séns að leggja sig þótt hausinn sé að springa.
Og já. Lögnin er í sundur svo að það er enginn hiti í húsinu. Þeir búast ekki við þvi að ná að laga það í dag.
Focking jeij!
24.9.2008 | 08:08
Þetta verður betra og betra
Nú er Hrund orðin lasin. Var orðin slöpp í gær og svona hundlasin í morgun. Við erum eiginlega báðar búnar að vera slappar síðan í síðustu viku, maður hefur bara ekkert tíma til að vera veikur. Krílið var eitthvað rámt líka en þó hresst að vanda svo farið var með það á leikskóla.
Núna er ég ógeðslega öfundsjúk út í Hrund sem getur lagt sig en ég þarf læra læra læra. Verð að fara í umræðutíma á morgun og þarf að lesa þrjár greinar. ÖH.
Í spænsku í gær fékk fólk að velja sér fyrirlestrarefni og fólk til þess að vinna með. Nema ég auðvitað sem var heima. Það var bara valið fyrir mig. Frábært. Fyrirlestur úr leiðinlegustu bók í heimi, ég er ekki að grínast, ég hef aldrei lesið önnur eins leiðindi. Bókin veldur mér ógleði.
Ok, ég er ekki ekki ekki í góðu skapi.
23.9.2008 | 09:10
Nei, hættu nú alveg
Ég er lasin!
Óþolandi.
Kannski er það þess vegna sem mér leið svona illa í gær. Í fyrsta lagi er ekki fræðilegur möguleiki á því að ég sé þunn þriðja daginn í röð og svo líður mér heldur ekki þannig. Það hefur sem sagt ekki verið mjög góð hugmynd að fara slappur í haustferð í brjáluðu veðri, drekka ótæpilegt magn af bjór og krókna úr kulda (þess virði samt, auðvitað).
Ég sem var á milljón í gær að læra. Gerði verkefni í spænsku á milli þess sem ég sinnti Rakel sem vildi tala við mig, hlusta á sögu, perla, vantaði blað, meiddi sig, þurfti að láta skeina sig, fann ekki sjálfa sig ... Hrærði í grjónagrautnum og las upphátt ljóð fyrir mig á spænsku og reyndi að láta sögudisk krílisins í tækinu inni í stofu ekki trufla mig. Náði einhvern veginn að vera búin að öllu mátulega korter fyrir átta því þá kom maður frá Verði að selja okkur tryggingar.
Fór snemma að sofa og svaf ágætlega í tandurhreinum rúmfötum en mér er greinilega ekki ætlað í skólann í dag.
Nú fæ ég magasár, yfir þessum spænskutímum sem ég missi af í dag og eru ekki teknir upp og sýndir á netinu. Og spænsku kvikmyndinni sem ég þarf að horfa á upp í Tungumálamiðstöð og ætlaði að gera í dag.
ARG.
Ætla samt að vera heima í dag og sofa og taka lærdóm með trompi á morgun því ég verð að mæta í skólann á fimmtudaginn.
ARG.
Svo er árlegt frænkukvöld í kvöld. Verð eiginlega að fara á það líka.
ARG.
Ef ég næ að sofa og hvíla mig í allan dag þá kannski meika ég það. Svo verð ég bara að læra eitthvað um helgina, eitthvað sem ég geri aldrei. Það er eiginlega mjög gott að venja sig á að klára allan lærdóm á virkum dögum og eiga frí um helgar. Þær má svo nota í neyð og í prófum.
Ég verð að ná í sængina mína.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 16:11
Seinna
Heilsa? Ekki miklu betri.
Ég þurfti bara að leggjast í sófann áðan og gera ekki neitt. Gat ekki gert neitt. Jú, hitaði mér brauð með osti og pizzasósu. Það var mjög djúsí og gott (þarf ekki meiri þynnkumat en það).
Held samt að ég sé aðeins að skána því athafnaþráin er komin yfir mig. Þegar ég er þunn fæ ég alltaf sjúklega þörf fyrir að taka til í kringum mig. Hún var fjarri góðu gamni í gær þar sem ég var varla með meðvitund en er að vakna til lífsins núna. Svo eftir að hafa gert ekki neitt í talsverðan tíma braut ég þvott, skipti á rúmum, setti í vél, ryksaug (fór ekkert rosalega vel í hornin sko, það var bara lauf út um allt eftir alla stormana í síðustu viku) og hraðlas spænska málfræði.
Núna á ég bara eftir að gera verkefni í spænsku og lesa ljóð fyrir latinobókmenntir. Og klára Frankenstein. Og sækja Rakel og elda. Og setja í þurrkara. Og baða Rakel og svæfa. Og vaska upp. Og Hrund er ekki heima til að taka utan um mig.
Bara anda rólega. Þetta er allt í lagi. Best ég einbeiti mér bara að bananum sem ég er að borða.
Annars stakk Hrund upp á því að við hefðum kósýkvöld. Færum í freyðibað og ég fengi heilnudd á eftir. Aaaahhhhh.
Verkur í höfði. Svo mikill verkur í höfði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:27
Sjitturinn titturinn
Já, sjitturinn titturinn hvað ég er enn þá þunn. Lenti í löngu spjalli við Oddnýju bestu vinkonu í gær og endaði á því að fara of seint að sofa. Rumskaði við einhver hróp og köll í Rakelinni um miðja nótt. Eða það hélt ég. Hélt að klukkan væri svona að verða hálf fimm kannski miðað við hvað ég var enn þreytt. En nei. Nokkrum sekúndum síðar hringdi vekjaraklukkan. Hálf sjö. Ég var með æluna í hálsinum þegar ég dröslaðist á fætur. Aðeins of seint og missti því af strætó. Sprundin mín keyrði mig en varð þá sjálf of sein í vinnuna. Allt gerir hún fyrir mig þessa elska.
Ég þarf svo mikið að læra en ég get varla hugsað. Verð bara að læra í kvöld eða eitthvað, get eiginlega ekki farið ólærð í spænskutímana á morgun.
Annars er ég bara að springa úr ást á Hrundinni minni í dag. Elska hana auðvitað alltaf, alla daga en fáið þið ekki stundum þessa tilfinningu að þið hafið fangað hamingjuna? Oft varir tilfinningin andartak og er svo sterk að hún er algjört kikk. Það eru forréttindi að eiga maka sem er líka besti vinur þinn. Það er magnað að geta talað um allt. Stundum er eitthvað sem mér finnst erfitt að tala um við Hrund og er ekki viss um að hún skilji en hún kemur mér stanslaust á óvart. Við áttum svo gott samtal áðan. Hún dæmir ekki, hún er skilningsrík og hún elskar mig skilyrðislaust.
Amen.
ps. Mig vantar þynnkumat. Ég er ekki að grínast. Ég hef aldrei verið þunn tvo daga í röð. Nema þegar ég varð tvítug, sturtaði í mig abcinti og var næstum búið að takast að henda mér út um glugga. Þá gat ég ekki lyft höfðinu frá koddanum fyrr en um kvöldmatarleytið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2008 | 17:19
Svakalegt
Jésus minn einasti. Þessi haustferð. Mikið helvíti var gaman. Við fórum í ratleik og borðuðum samlokur og drukkum bjór, fórum út í Viðey og grilluðum og spiluðum og drukkum bjór og enduðum svo í partýi með tilheyrandi vitleysu og bjór. Það voru allir á sneplunum og í bullinu bara. Ok, örugglega ekki allir en allavega þeir sem ég tók eftir. Ég var svo svakalega á skallanum að ég hef aldrei vitað annað eins. Rámar í að hafa teygað tvö glös af rauðum drykk, væntalega vodka í einhverju, og það fór alveg með mig. Var reyndar búin að drekka ansi marga bjóra þá enda byrjað á hádegi. Ég man ekki einu sinni eftir bátsferðinni úr Viðey. Sem er skrítið því ég man alveg eftir hlutum sem gerðust eftir það.
Við erum að tala um kvöld þar sem gredda blossaði upp og allir urðu óðir (enginn að rífa sig úr fötunum samt eða neitt þannig), fólk grét (og sumir oftar en einu sinni og aldrei þessu vant var það ekki ég sem grenjaði oft, ég grenjaði bara einu sinni) og tók svakaleg trúnó, dansaði trylltan dans og kysstist. Þetta var eins og eitthvað nemendafélagsskrall í menntaskóla.
Svo gaman.
Svo mikið stuð að Helga greyið viðbeinsbrotnaði.
Það er kraftaverk að ég skuli hafa komið með bakpokann með öllu dótinu mínu heim. Við fórum niður í bæ eftir partýið og ég fattaði ekki fyrr en eftir nokkra dansa að ég hafði gleymt að reima! Og gat ég beygt mig niður og reimað? Nei. Ég þurfti aðstoð.
Það hlýtur að hafa verið kostulegt fyrir Hlífina að koma beint í partýið (var ekki í ferðinni), allir pissfullir.
Ég vaknaði klukkan níu, eftir fimm tíma svefn (sem betur fer var ég komin heim um þrjú) og hélt ekki jafnvægi, enn þá vel hífuð. Það tók því ekki að sofna aftur því ég þurfti hvort sem er á fætur og í leikhús. Skreiddist í sturtu, burstaði tennur, fór í kjól og málaði mig. Því miður leit ég enn út fyrir að vera full eftir það allt saman. Ég var fulla mamman í leikhúsinu. Hrund reyndar sagði að það sæist ekki á mér að ég hefði verið að drekka en svo er annað mál með áfengislyktina ...
Síðan þá er ég bara búin að vera að dreeeeeepast úr þynnku. Guð almáttugur, hvað maður er látinn borga fyrir vitleysuna.
Erum samt búnar að hafa það kósý, fyrrst leikhús, svo amma og erum núna í góðu yfirlæti hjá mömmu.
Ég vona bara að ég hafi það af í tímann í fyrramálið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.9.2008 | 09:13
Rigning?
Það er svo fínt veður núna að ég trúi því varla að það fari að rigna. Ég er að hugsa um að skella mér í haustferðina þótt ég sé ekki alveg hress en ég er í basli með hvernig ég á að klæða mig. Er búin að pakka kjól og sokkabuxum í tösku og var að hugsa um að skipta í partýinu eða eitthvað. Og fara þá í flísbuxum svo ég geti skellt mér í pollabuxur yfir. Ég vil hins vegar helst fara bara í kjólnum ef það er ekkert að fara að rigna svakalega. Verst að vita ekkert hvort við erum að fara að vera mikið úti.
Sjáiði hvað ég get gert mikið mál úr öllu?
Var alveg að guggna á því að fara í gær, var svo óendanlega þreytt og slöpp. Svo las ég svo upplífgandi póst frá Mími auk þess sem Sprundin benti mér á að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég færi ekki. Ég tók því verkjatöflu og fór snemma að sofa. Er ögn hressari í dag og stefni því á að fara. Ætla að minnsta kosti með Rakel í íþróttaskólann og þá er ég bæði mætt á svæðið (allir að hittast í Árnagarði) og hef hálftíma eftir hoppið til að fá mér að borða og svona. Sjáum hvað setur.
Þegar ég sótti Rakel í gær spurði ég hana hvort hún myndi hvað við værum að fara að gera núna þegar komið væri helgarfrí. Hún mundi eftir bæði leikhúsi og íþróttaskóla. Ég spurði hana líka hvort hún myndi eftir íþróttakennaranum, Aldísi. Aldísi? hváði Rakel og stoppaði á leið sinni upp stigann. Stóð andartak mjög hugsi og svip og spurði svo: 'Er hún konan mín?
AAAAAHAHAHAHAHAHA. Ég kafnaði næstum því við að halda niðri í mér hlátrinum.
Vá, þetta lesbíumömmudæmi er doldið mikið að rugla hana.
19.9.2008 | 12:59
Sjitt
Fór á klósettið heima að pissa. Sem ég er að standa upp til að girða mig þá hrekkur klósettsetan af festingunni öðru megin og ég hendist til hliðar. Náði rétt svo að koma í veg fyrir að ég rotaði mig á vaskinum.
Ég gat ekki lagað setuna og hugsaði með mér að ég myndi fá Hrund með mér í það eftir vinnu.
Svona hálftíma, vatni og appelsínusafa seinna ákvað ég að hoppa á klósettið og pissa áður en ég hoppaði út í strætó. Ég hlammaði mér á klósettsetuna, löngu búin að gleyma að hún var aðeins föst öðrum megin. Setan hrökk af hinni festingunni og skutlaðist af klósettinu. Þar sem ég sat á setunni skutlaðist ég af með henni. Ég rétt svo náði að koma í veg fyrir að setan skylli í gólfið og brotnaði. Ég er ekki slösuð.
Ég get svo svarið það að mér líður ekki vel. Er búin að vera með smá hálsbólgu síðan í gær og hausverk. Ég vona að ég sé bara svona þreytt en ekki að verða lasin.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar