Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.9.2009 | 10:32
Myndir
Var óóóótrúlega dugleg og bjó til nýtt albúm inni á Barnalandi, sumarfrísalbúm. Bætti svo líka við í bumbumyndalbúmið hérna inni. Endilega skoða.
Loksins helgi þar sem við getum gert eitthvað allar þrjár saman og Hrund er ekki föst í vinnu hérna heima. Tengdapabbi er enn að vinna í sturtunni og það er dót út um allt en eldhúsið er nær klárt og Hrund byrjuð að festa parketlistana. Get ekki beðið eftir að komast í sturtu, algjört hell að brölta um í baðkarinu með kúluna. Hlakka líka til þegar allt er orðið fínt og mamma kemur að hjálpa mér að þrífa. Bráðum get ég farið að þvo taubleiur og föt og undirbúa fyrir barnið. Komin með bílstól, ömmustól, burðarsjal, vöggu, bleiur og föt. Erum á leið í IKEA að kaupa kommóðu fyrir barnafötin og fleira sem vantar í nýja eldhúsið.
Fórum í vinnupartý hjá Hrund í gær. Ekkert smá gaman að hitta fólkið sem spilar svona stórt hlutverk í lífi hennar. Greinilegt að hún hefur talað út í eitt um mig og bara sagt fallega hluti. Borðuðum grillmat og sungum við píanóundirleik og fórum svo heim. Vorum heillengi að mæla og máta inni í svefnherbergi og plana hvernig við munum breyta áður en barnið fæðist. Spjölluðum og knúsuðumst þangað til klukkan var allt of margt.
Ætla að fara að gera kaffi handa Sprundinni og fá mér eitthvað í gogginn.
Góðir dagar.
ps. Gleymdi, fór aftur í rit upp á spítala í gær og þrýstingurinn hefur ekki hækkað í vikunni sem er ÆÐI. Vona bara að hann haldi sér svona.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 09:08
Haust
Ég sýndi Rakel gulnuð laufin á trjánum meðfram veginum í gær. Hún vildi fyrst meina að þau væru svona vegna þess að vorið væri að koma. Þegar ég sagði að það væri nú frekar vegna haustsins sem væri handan við hornið var hún handviss um að það kæmi á fimmtudaginn.
Sem er í dag. Samkvæmt Rakelinni byrjar haustið í dag. Og það getur bara alveg verið.
Það sem mig langaði lítið í skólann í byrjun vikunnar. Og fékk andnauð og extra þrýsting í höfuðið þegar ég fór að lesa námsáætlanir, allt svo erfitt og svo mikið og orkan svo lítil. Eins og alltaf var það spjall við mömmu sem bjargaði deginum. Ákvað að þiggja boð hennar um að sækja Rakel á þriðjudögum (jafnvel á móti tengdó sem einnig var búin að bjóðast til þess) svo ég gæti farið í tímann sem ég hef mestan áhuga á, Ritstjórn og fræðileg skrif. Sendi póst á kennarann sem ég þekki og á örugglega eftir að gefa mér smá séns vegna komandi barnsfæðingar og svona. Líður bara mjög vel með þess ákvörðun og Sprundin studdi hana eins og allt annað sem ég ákveð að gera.
Fór svo og hitti bestu mömmu í heimi í gær og hringdi símtöl og náði í vottorð og keypti bækur og get núna strikað heilmikið út af almenna tékklistanum. Mamma er að faxa umsóknirnar um fæðingarorlof og fæðingarstyrk í töluðum orðum og ég er að fara að læra. Las í nýju bókunum í gær og er að fara að ritstýra fyrstu greininni minni. Íha.
Mamma reddað ömmustól áðan, hún situr nú ekkert með hendur í skauti fyrir 9 á morgnana, og ég er búin að finna fullkominn, notaðan bílstól á netinu. 17000 kr fyrir stól upp í 18 kíló, þetta hefði ekki getað verið betri prís. Það er hins vegar slegist um hann svo ég ætla að drífa mig sem fyrst og athuga hvort ég get ekki nælt í hann. Svo megum við sækja vögguna í dag. Fjúff. Þetta er allt að koma.
Á eftir kemur besti vinur Rakelar, Arnór Ingi, í heimsókn til hennar. Þvílík spenna hjá rauðhaus. Þau eru algjörar samlokur þessir tveir bogamenn.
En núna hlakka ég bara til að vera í skólanum. Fann skólafiðringinn kunnulega hellast yfir mig þegar ég las The Craft of Research. Djöfull getur verið gaman að læra eitthvað nýtt.
Komin rúmar 32 vikur í dag. Barnið er um 2 kíló og 40 cm. Ég var nú rétt rúm 2 kíló þegar ég fæddist og 45 cm en samt hörkutól. Fer í vaxtasónar næsta þriðjudag og þá fáum við einhverja hugmynd um hvað unginn er orðinn stór. Get ekki beðið eftir að sjá litla ljósið mitt í sónar einu sinni enn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2009 | 15:15
Vesen
Blóðþrýstingurinn heldur áfram að vera ósamvinnuþýður. Hefur hækkað úr 140/90 síðan á föstudag í 161/97. Það er ekki gott mál. En útskýrir hins vegar af hverju mér líður eins og hausinn á mér sé að springa úr þrýstingi og af hverju bjúgurinn hefur aukist. Fer upp á spítala á morgun í eitthvað tékk, þarf að ligga í tvo tíma og þrýstingurinn mældur á hálftíma fresti og eitthvað meira spennandi. Vonum svo bara að þetta versni ekkert eða sé jafnvel eitthvað tilfallandi. Þreyta þar sem ég get ekkert sofið lengur eða flensa eða eitthvað.
Annars var helgin ansi góð fyrir utan of hraðan púls og háþrýsting. Partý, dekurdagur með spúsunni, dúll heima og vöfflubakstur í fína eldhúsinu.
Þá er bara að taka því rólega. Einmitt það sem ég er svo góð í. Svo byrjar skólinn víst á morgun. Og þá er þessi eini tími sem ég kemst í kenndur. Vona að ég komist í hann og spítalatékkið taki ekki of langan tíma.
27.8.2009 | 17:09
Sjæse
Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að þetta barni komi fyrir tímann og núna er ég bara að farast úr stressi, við erum nær ekkert búnar að undirbúa. Föt, bleiur, og burðarsjal komið í hús but thats it! Enn er allt í drasli, eldhús og sturtubotn óklárað og það á eftir að setja upp parketlistana. Það á líka eftir að setja upp hillur og raða. Svo þarf að þrífa allt því það er allt ógeðslegt eftir þessar framkvæmdir. Og það er engin orka eftir hjá neinum svo þetta gengur ekki beint hratt.
Við eigum eftir að kaupa kommóðu fyrir barnafötin og breyta inni í herbergi, leigja bílstól, ná í barnarúm og dýnu og kíkja á vögguna (sem hentar vonandi), finna ömmustól, kaupa bala, ná í vagninn, finna barnasængina, rúmfötin og handklæðin og svo þarf að þvo föt og bleiur og þrífa stóru hlutina og gera fína. Það er örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma. Já, gjafahaldari, brjóstakrem, snuddur.
Ég fæ taugaáfall. Hrund er pollróleg og hefur lítinn áhuga á barnastússi. Hún er öll í viðnum og sögun og borun og einhverju. Og ég meiiiiika ekki að geta ekki bara gert allt sjálf. Ég meina ég kemst varla inn og út úr stofunni lengur vegna drasls og pappakassa sem standa í veginum. Og ekki get ég fært þetta án þess að fæða barnið bara. Úff, fæ risa samdrátt bara af þessu hugseríi.
Og ég er með hellur á báðum eyrum og er búin að vera svona í rúma viku og fékk ekki tíma hjá lækni fyrr en eftir viku. Á meðan heyri ég lítið sem ekkert nema suðið í hausnum á mér og eigin stresshugsanir.
Vagga, sæng, rúmföt, handklæði, bali, bílstóll, þvo föt. Þetta er efst á lista. Væri fínt líka að komast bráðum í sturtu heima hjá sér þar sem það er helvíti að bröltast um í baðkarinu með þessa kúlu framan á sér.
Fnæs.
Stressfnæs.
Note to self. Ekki vera ólétt næst í framkvæmdum. Allavega byrja á þeim mun fyrr. Ekki það að ég sé ekki óendanlega þakklát fyrir alla hjálpina og möguleikann á að geta gert allt svona fínt. En það er ekki gaman að vera óléttur, stressaður, áhorfandi.
Oh my.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2009 | 09:42
Pirr
Stundataflan mín er alveg glötuð. Ég sé ekki fram á að komast í tíma nema í einu námskeiði af þessum þremur sem ég er skráð í þar sem þau eru kennd svo langt fram eftir. Í öðru tilvikinu er kennt til hálf sex að verða og í hinu til hálf fimm. Þetta er alveg glataður tími fyrir barnafólk og hafa kennarar verið sérstaklega beðnir að kenna ekki lengur en til fimm svo barnafólk eigi séns. Mér finnst fimm líka of seint þar sem flestir leikskólar loka þá og lengri vistunartími en það ekki í boði. Við verðum að vera með tíma frá 8-4 svo Robbi geti mögulega sótt Rakel og farið með hana þegar það eru hans helgar.
Ég sá nú ekki fram á að ljúka öllum námskeiðinum þar sem ég á að eiga í október en ég hefði viljað ráða í hverju ég tæki próf (og ég á erfitt með að taka próf í fagi sem ég hef aldrei sótt tíma í) og hefði viljað sitja tímana eins lengi og ég gæti.
Piiiiiiirrrrrrandi.
Annars sér Hrund fram á að klára að parketleggja um helgina og á morgun ætlum við í Ikea að kaupa nýtt eldhúsborð og hillu inni í eldhús og loftljós ...
Allt að verða svo fínt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2009 | 10:13
Stórmerkilegt
Mér finnst alveg stórmerkilegt að vera búin að ná 30 vikna áfanganum og degi betur. Ótrúlega skrítið að vera allt í einu komin í þrjátíuogeitthvað í stað tuttuguogeitthvað. Og ég verð að viðurkenna að ég verð inn á milli pínu stressuð yfir öllu sem við eigum eftir að redda. Get ekki beðið eftir að framkvæmdirnar verði búnar svo við getum farið að stússast í þessu. Vil bara vera með allt á hreinu og tilbúðið ef gormurinn kemur fyrir tímann.
Ég og mamma höfum eytt þremur dögum í að raða inn í skápa, stússast og þrífa. Hefði aldrei getað þetta án hennar og þrátt fyrir hennar hjálp stend ég varla í lappirnar á kvöldin. Alveg dauð í bakinu og með svo mikinn bjúg að Hrund á ekki til orð. Finnst ótrúlegt að ég skuli ekki vera komin með slit þvert yfir ristarnar, það er ekkert smávegis sem húðin teygist þegar fæturnir tútna út um margar stærðir.
Búin að panta tíma í dekur hand mér og Sprundinni 29. ágúst. Förum fyrst í partanudd (herðar og bak, halelúja, erum báðar að breytast í Kroppinbak) og svo kínverskt fótanudd. Höfum farið í svoleiðis áður og það er æði. Maður fer fyrst í fótabað og fær höfuðnudd á meðan og fær svo endurnærandi tásunudd. Sitjum hlið við hlið í hægindastól og gæðum okkur á veitingum, ostum, ávöxtum og bjór (fyrir Sprundina). Eigum þetta svo sannarlega skilið. Er að springa úr stolti yfir Sprundinni, hún er algjör hetja. Og ég er ekkert svo slæm. Geri mitt besta með stóru kúluna mína, get allavega séð um rauðhærða ungann og þann ófædda og raðað og snurfusað inn á milli.
Það er allt að komast í eðlilegt horf. Innrétting komin upp og matur og leirtau í skápa. Á eftir að leggja parket, setja upp lista og sökkla, mála og festa hillur og klára sturtubotninn. Miðað við það sem er búið er þetta ekki neitt. Sem er gott því allir eru orðnir ansi lúnir. Rakel er búin að fá herbergið sitt aftur og við stofuna að mestu. Get núna unnið heima sem er voða notó, jafnvel borðað morgunmat ...
En best ég vinni núna. svo er það Bónus á eftir og ég er eiginlega ýkt spennt að koma öllu fyrir í nýja eldhúsinu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2009 | 15:09
Kósý
Framkvæmdirnar mjakast og eldhúsið er að verða geggjað flott. Verður æði að raða inn í það.
Tíndi rifsber og sultaði í fyrsta skipti í gær með mömmu. Var ekkert smá stolt af flottu krukkunni sem ég fór með heim. Fyrsta heimatilbúna rifsberjahlaupið mitt. Sprundin þurfti að þefa af því og hrósa mér og gerði það með glöðu geði.
Lét renna í sjóðheitt bað seint í gær og setti birkimjólk, kvefolíu og möndluolíu út í. Dró svo Sprundina með mér í bað (já, við komumst báðar ótrúlegt en satt) og nuddaði á henni axlirnar og þvoði henni um hárið. Spjölluðum í hálfrökkri með kveikt á kertum. Sofnuðum svo virkilega vært.
Fór í mæðraskoðun í dag og legbotninn er enn þá svona hár og yfir kúrfu. Fylgir samt sinni eigin kúrfu en það er spurning hvort ég er með tröllabarn í bumbunni. Er að fara í vaxtasónar eftir þrjár vikur og við ljósan vorum að hlæja að því að upprunalega átti ég nú að fara í hann vegna hættunnar á því að barnið væri of lítið. Háþrýstingur getur haft þau áhrif. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess, þvert á móti.
Ljósan er ekki frá því að barnið sé komið í höfuðstöðu. Mig grunaði það nú þar sem bumban hefur sigið og ég finn liggur við fyrir rassinum á barninu uppi í koki. Á erfitt með að ná andanum almennilega, er alltaf með þvílíkan brjóstsviða og verð móð bara af því að skipta um stellingu í sófanum. Blóðþrýstingurinn hefur því miður hækkað aðeins síðan í síðustu skoðun svo ég á að koma aftur eftir tvær vikur (hef venjulega komið á þriggja vikna fresti sem er samt miklu oftar en á meðgöngum þar sem allt er nákvæmlega eins og það á að vera). Það verður að fylgjast vel með því að ég fái ekki meðgöngueitrun.
Þú ert bara svona skemmtilega ólétt sagði ljósan mín áðan og brosti.
Það er allavega á hreinu að ég er ólétt með öllu því sem fylgir.
Og það er best í heimi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2009 | 18:46
Brjóstsviði ...
... er mér eiginlega efst í huga þessa dagana. Hann hefur farið frá því að vera heldur böggandi en viðráðanlegur í það að vera algjör viðbjóður. Fæ liggur við brjóstsviða ef ég fæ mér vatnssopa og í hvert einasta skipti sem ég borða eða leggst niður og á það til að vakna á næturnar með tárin í augunum af sársauka. Húsráð eins og sódavatn og mjólk virka ekki skít á priki og það eina sem hjálpar eitthvað eru sérstakar töflur úr apótekinu.
Er líka að ganga inn í eitthvað svefntímabil og er að verða eins og fyrstu vikurnar á meðgöngunni í sambandi við það. Pissa líka jafn oft á nóttunni og þá og er svo að farast úr þreytu allan daginn, verð helst að geta sofið út eða lagt mig. Og svo verð ég að kvarta meira yfir bjúgnum. Líður stundum eins og skinnið ætli að springa utan af því sem eitt sinni voru fætur mínir en líta núna út eins og húðlitaðar gasblöðrur af stærstu gerð. Tærnar á stærð við bjúgu. Ökklar horfnir. Og óþægindin við að standa í lappirnar eftir því.
En ég fíla kúluna mína og spörkin í barninu mínu og lífið í tætlur. Af öllum þeim sem eru á bumbuspjallinu (og þær eru margar) eru kannski tvær sem kenna sér næstum einskins mein, hinar eru misundirlagðar af óléttunni enda farið að síga á seinni hlutann. Mér finnst verst að vera farin að finna fyrir ógleðinni aftur, hún má fara fjandans til. En ég er bara hreeeeess.
Annars gæti ég líklega lifað á fiskibollum í dós með tómatsósu (uppbakaðri, uppáhaldsrétturinn minn þegar ég var peð), íslenskum kartöflum og súkkulaðiköku í eftirrétt. Stend mig að því að hamstra kex og dreyma kökur. Ískalt vatn með helling af sítrónu kemur líka mjög sterkt inn og íííííís. Helst sjeik. Er í fyrsta skipti á ævinni í einhverjum bökunargír og hef bakað oftar síðastliðnar tvær, þrjár vikur en síðastliðin tvö, þrjú ár. Elda líka eins og herforingi. Hef nú alltaf gaman af því að elda en núna er þörfin enn meiri en venjulega. Held að hreiðurgerðin brjótist svona út, auðvitað ekkert hægt að gera heima fyrir framkvæmdum.
Sem annars mjakast. Framkvæmdirnar það er. Og þetta verður svo hrikalega flott. Æði. Algjört slot. Á eftir að eiga heima í þessu eldhúsi. Og þegar þessu stússi er lokið er komið að því að fara að undirbúa betur komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins. Allt að gerast.
Annars kvíðum við mamma fráhvarfseinkennunum sem við eigum eftir að fá þegar ég get aftur verið heima hjá mér. Er búin að vera hérna nær alla daga í rúmar tvær vikur, með og án Rakelar. Er núna ein þar sem skotta er hjá pabba sínum. Erum samt farnar að sofa allar heima á næturnar og það er yndislegt. Sofum ekkert almennilega annars.
Sprundin mín er algjör hetja. Vinnur alla daga og brunar svo heim og heldur áfram. Ég reyni að skipa henni að borða og dreg hana í rúmið á kvöldið svo hún hvíli sig. Við mamma mætum svo annað slagið og tökum pínu til, ég set í vél og mamma sópar. Komum yfirleitt færandi hendi og reynum að troða einhverju öðru í liðið en kökum og kóki. Förum með drasl á Sorpu.
Og inn á milli vinn ég og dúlla mér með mömmu, rauðhaus og systkinum.
Er búin að plana dekur fyrir Sprundina mína þegar eldhúsið er komið í horf. Hún þarf að safna kröftum í parketlagningu og svona. Besta kona í heimi.
Pastasalat og sænsk sakamálamynd á dagskrá í kvöld.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2009 | 18:12
Jibbí kóla!!!
5.8.2009 | 10:07
Allt að gerast
Það erum við búnar í sumarfríi. Síðasti dagurinn var ótrúlega ljúfur, fórum í bústað rétt hjá Laugarvatni sem vinkona mömmu á og eyddum þar deginum í spjall og leik og át.
Og svo tók tími framkvæmdanna við.
Okkur hefur langað að breyta eldhúsinu síðan áður en við keyptum og neitaði ég fyrst að kaupa íbúðina út af þessu borulega, óskipulega eldhúsi. Það hefur dugað okkur fínt hingað til en lítil von var til þess að einn ungi í viðbót kæmist við matarborðið. Sprundin tók sig því til og setti mál inn í forrit á síðu Ikea og teiknaði upp þetta líka glæsilega eldhús fyrir okkur. Tengdó fannst þetta meira en góð hugmynd og dró okkur með sér í Ikea til þess að láta drauminn verða að veruleika. Síðan um síðustu helgi hefur því allt verið á haus heima, búið að rífa eldhúsinnréttinguna og pottofninn út, brjóta upp leka sturtubotninn úr því við vorum að vesenast á annað borð og í framhaldi verður sett plastparket á eldhúsið og holið frammi. Pabbi hennar Hrundar mætir hvern dag og vesenast og fær bræður sína í lið með sér og Sprundin hoppar beint úr vinnu í stússið heima. Að venju eru það mömmurnar sem gefa okkur einhverja krónur og styrkja okkur en einnig lumum við Hrund á sparisjóð auk þess sem við fengum ágætis vaxtabætur. Sprundin straujar því kortið fyrir öllu sem þarf og bara sér um þetta, sagði mér bara að slappa af og láta mér líða vel. Geri víst lítið gagn með mína kúlu og samdrætti.
Ég gisti því um helgina hjá mömmu og Rakel hjá pabba sínum þar sem það var ekki verandi heima. Núna er samt alveg hægt að sofa svo við Rakel keyrum um á bílnum hans afa og höfum það gott hjá mömmu eftir leikskóla. Ég vinn líka hérna heima hjá mömmu og svo er voða kósý að elda kvöldmat handa öllu liðinu, fíla mig í tætlur. Hrund og pabbi hennar vinna hörðum höndum þessa dagana við að klára sturtuna fyrir helgi en þá á að reyna að setja eldhúsinnréttinguna upp. Hrund leggur svo partketið sjálf þessi elska þegar það er búið. Þetta er svoooo skemmtilegt. Og mér líður bara vel með að eyða peningunum okkar í eitthvað svona, fínt að fjárfesta bara í sjálfum sér og sínum eignum og eiga ekkert of mikið inn á bankabókum í undarlegum og spilltum bönkum.
28 vikur í dag og unginn minn enn þá á sínum stað. Vona að hann komi bara ekkert strax þótt hann ætti góðar lífslíkur núna. Er svo glöð að hafa náð þessum áfanga þar sem ég var orðin svo hrædd um að vera að fara af stað. Lungun eru að verða fullþroskuð og barnið að bæta á sig og að verða bústnara.
Góðir dagar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar