Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
8.10.2008 | 09:48
:(
Mikið svakalega hrikalega líður mér illa af því að horfa á sjálfa mig í spegli. Ég get alveg verið nokkuð sátt við lífið þangaði til ég rek augun í spegilmynd mína og þá er bara úr mér allur vindur. Var í gær búin að hamast í ræktinni, búin að bæta tímann og þolið á skíðavélinni og ekkert smá glöð með það. Fór inn í lítið herbergi að gera magaæfingar og hrökk við þegar ég sá mig í einum af hundrað speglum þarna inni. Ég var bara eins og rúllupylsa. Ég bara trúi ekki að ég sé orðin svona útlítandi. Ég veit að ég get sjálfri mér um kennt, ég eyðilagði brennsluna og er að borga fyrir það núna. Ég focking fitna af hrökkbrauði maður! Ég vissi bara ekki þegar ég var 12 ára krakkaskítur að sakleysisleg megrun myndi fara svona hrottalega úr böndunum. Að ég myndi eyða 10 árum í henni og restinni af ævinni í að jafna mig. Ég er stolt af mér fyrir að hafa tekið á mínum málum og vona að það verði auðveldara með tímanum að takast á við þetta allt saman. Í dag er slæmur dagur, ég hef misst sjónar á takmarkinu eins og gerist alltaf á slæmu dögunum. Áður hefði ég bara legið uppi í rúmi ófær um að taka þátt í deginum en ég er komin svo langt núna að ég skrifa um það á bloggið í staðinn, er meira að segja að horfa á mynd fyrir Strauma og stefnur með öðru auganum. Ég er klædd og komin á ról, er að læra og ætla upp í skóla á eftir að hitta Bjarndísi. Húrra fyrir því. Ég er hins vegar bara á autoplay svo ég gæti verið pínu skrítin. Öll mín orka beinist að rökræðunum í höfði mér. Ég er að reyna að hafa vit fyrir sjálfri mér.
Ég veit að mörgum ykkar finnst ég allt í lagi og bara krúttleg svona búttuð. Og takk fyrir það. En það breytir ekki áliti mínu á sjálfri mér.
Takk fyrir að leyfa mér að pústa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.10.2008 | 11:30
Ó!
Var að tala við stelpu sem er með mér í spænsku. Hún sagðist bara vera búin að fara yfir verkefnin, var ekkert að lesa þessar 200 blaðsíður. Sagði að prófið myndi aldrei lækka mann, bara hækka ef manni gengur vel.
Ó! Er ég eitthvað að misskilja þetta? Lærir kannski enginn fyrir þessi próf. Það er spurning hvort ég þurfi ekki að vera aðeins kærulausari þegar kemur að lærdómi. Ég væri þá kannsi með einu magasári færra (ég er viss um að ég er með mörg, sár á heilanum líka).
Mér er flökurt af útrunnu skyri. Langar að verðlauna mig með því að borða lífrænt spínat lasagne á Manni lifandi í kvöld. Í lok dagsins á ég því eftir að vera fátækari heldur en ég hefði verið ef ég hefði ekki étið skyrið.
7.10.2008 | 09:21
Veit ekki alveg
Nei, ég veit ekki alveg hvað er að gerast hérna sko. Ég er bara að drukkna í lærdómi. Þetta er eiginlega svolítið erfið önn. Í þessari viku er ég sérstaklega að drukkna í bíómyndum. Ég þyrfti að horfa á bíómyndina sem sem ég náði ekki að horfa á fyrir spænskar bíómyndir í síðustu viku, ég þarf að horfa á bíómynd fyrir tímann í spænskum kvikmyndum fyrir föstudaginn, ég þarf að horfa á mynd fyrir str. og stef. fyrir fimmtudaginn og ég þarf að horfa á mynd einhvern tíma í vikunni sem ég þarf að skrifa ritgerð um í næstu viku. Og hópavinnufélagi minn í því verkefni hefur tilkynnt mér að hann ætli ekki að læra neitt í verkefnavikunni heldur drekka bjór og vera á Airways. Ok. Frekar slæmt að það er ætlast til þess að við vinnum verkefnið í helvítis verkefnavikunni og skilum því í vikunni á eftir.
Ég fór of seint að sofa á sunnudagskvöldið og gat ekki vaknað á mánudagsmorguninn. Dröslaði mér og Hrund á fætur klukkan sjö sem er of seint. Ég var því of sein í tíma og Hrund í vinnuna. Ég held að Rakel stimpli sig ekki inn í leikskólanum svo hún hefur verið í góðu.
Eftir tíma reyndi ég að fletta eitthvað í gengum þessar 200 blaðsíður sem eru til prófs í spænskri málfræði á eftir. Ég er komin á bls. 67. Frábært bara. Próf eftir þrjá tíma. Þegar ég kom heim varð ég að leggja mig í hálftíma til að halda lífi. Gerði það og náði svo í Rakel. Var enn þá sofandi eiginlega. Var næstum búin að loka á andlitið á barninu þar sem hún sat á stigaskörinni og klæddi sig úr. Ég bara gleymdi því að hún væri þarna. Setti svo í vél en gleymdi bæði að setja þvottaefni og setja vélina af stað. Fór að vaska upp, sett vatn í glas og ætlaði að bæta út í það uppþvottalegi en tók í staðinn flösku af hvítlauksolíu og hellti út í.
Lærði, henti pizzu í ofninn, lét renn í bað fyrir Rakel, horfði á kreppufréttir og fór svo í afró. Um að gera að hrista á sér skankana þegar maður er að fá taugaáfall.
Annars er ég öll í drullinu. Ég þarf að drulla mér á fætur, drulla mér, í strætó, drulla mér í tíma, drulla mér til að glósa í tíma, drulla mér til að borða reglulega, drulla mér til að læra, drulla mér til að læra, drulla mér til að læra.
Eftir afró fór ég í sjóðheitt bað og las Sjón sem ég þarf að vera búin með fyrir fimmtudag. Sem minnir mig á að ég á líka að vera búin með skáldsögu í spænsku fyrir þann tíma. Frábært bara. Var komin upp í rúm og sofnuð klukkan ellefu og svaf í einum dúr til að verða átta. Vá, hvað ég þurfti á því að halda.
Núna er ég að reyna að koma mér í það klára að læra fyrir þetta spænskupróf.
Akkúrat núna lifi ég fyrir Rakel, Hrund og föstudaginn.
Og sökum kreppu er ég að borða skyr sem rann út fyrir 11 dögum. Ég þurfti að henda súrmjólk út áðan sem var útrunnin og við náðum ekki að borða. Gat ekki hugsað mér að henda þessu skyri líka svo ég setti það allt í skál og ákvað að borða það. Það er ekkert svo bragðvont. Pínu skápabragð af því.
Frábært bara.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 09:12
Snemma?
Vakna svona margir snemma? Eigið þið börn í leyni sem vakna fyrir átta eða eru þið bara skrítin og vaknið snemma að gamni ykkar? Nei, bara svo sérstakt þegar fólk er búið að skoða bloggið svona snemma. Kíkti líka á Gyðu blogg og það sama var upp á teningnum þar. En ég ætla ekki að setja út á það.
Ég, hálfu kílói léttari, fór og náði í Rakelitu eftir skóla á föstudag. Við brunuðum í bankann þar sem hún tæmdi baukinn sinn og fékk bíómiða í staðinn. Fórum svo og náðum í Sprundina upp á verkstæði og fengum smá túr. Ég var reyndar komin í vímu eftir mínútu af lakklyktinni þótt barnið væri sprækt svo við vorum ekkert lengi. Fórum í nýja ríkið í Skútuvogi (minnir mig) og þar var eiginlega líka lakklykt eða límlykt. Kannski þau hafi bara límt innréttingarnar saman og límið ekki verið þornað, mér varð allavega ómótt þarna inni. Æ, hvað ég er viðkvæmt lítið blóm. Ætluðum að drífa okkur heim að þrífa þar sem við vorum búnar að humma það fram af okkur í nokkra daga. Sprundin mín einasta bauðst hins vegar til að sjá bara um þrifin svo við gætum dúllað okkur saman áður en ég færi í Mímishitting. Við ákváðum því að fara bara á Subway og fá okkur að borða, sem við og gerðum, og fengum okkur svo skyrboozt í eftirrétt. Namminamm.
Þegar heim var komið spiluðum við lottó og minnispil og höfðum það kósý. Sturtuðum okkur allar eftir spilamaraþon og þá var akkúrat kominn tími fyrir mig að fara. Stelpurnar mínar skutluðu mér og Rakel yfirheyrði mig á leiðinni: 'Hvert ertu að fara?', 'af hverju?', 'verðuru lengi?', 'er þetta svona fullorðins eða ekki?', 'ætlaru að sofa í ammilisveislunni eða kemuru heim?', verður heima þegar ég vakna?'. Efti þetta spurningaflóð steinsofnaði hún svo í bílnum.
Mímishittingurinn var virkilega skemmtilegur. Við supum á bjór og spiluðum og skelltum okkur í bæinn að dansa. Ah, dansa. Mikið finnst mér það skemmtilegt. Ég, Anton og Gyða ákváðum svo að fara á Celtic sem reyndist nokkuð erfitt. Við Gyða stóðum bara ekki í lappirnar, ekki sökum drykkju í þetta skiptið, heldur vegna hálku. Héngum í Antoni sem eiginlega dró okkur á eftir sér. Gyða benti honum á að hann væri eiginlega alltaf að draga okkur upp úr gólfinu (jörðinni). Það er nokkuð rétt. Ég náði einu sinni að fljúga á hausinn. Eða bakið. Endaði á því með lappir upp í loft og heyrði ókunnugt fólk jésúsa sig yfir þessu harða falli. Ég saði ekkert þar sem ég náði ekki andanum. Braut ekkert þótt ég meiddi mig helvíti mikið og þakkaði guði fyrir bjargvættinn Anton sem kippti mér á lappir. Á miðri leið fattaði Gyða svo að hún hafði gleymt veskinu sínu á Glaumbar og strunsaði til baka og við Anton á eftir. Veski fannst og þá gátum við lagt í hann aftur. Fengum okkur sæti á Celtic og spjölluðum. Gyða fór svo heim með Nonnanum og eftir aðeins meira spjall ákváðum við Anton að fara heim líka.
Ég rann niður megnið af Laugveginum og hékk í Antoni eins og gömul kerling. Við fengum okkur Hlölla og króknuðum í gífurlega langri leigubílaröð en komumst heim á endanum. Ég sparkaði af mér skóm og henti frá mér jakka og veski. Læddist svo inn í herbergi að kíkja á konuna mína sem svaf svo sæt og hlý og mjúk. Ég varð að leggjast aðeins hjá henni og knúsa hana. Hún rumskaði eitthvað og tók mig í fangið og þar sofnaði ég auðvitað og svaf eins og steinn næstu þrjá tímana. Hrund vaknaði á einhverju tímabili við það að vera orðin tilfinningalaus í handleggnum og með mig ofan á sér. Hún leyfði mér bara að sofa áfram, krúttið sem hún er. Ég vaknaði sem sagt rétt fyrir átta og afklæddi mig og svona. Knúsaði Rakel aðeins sem var vöknuð og hélt svo áfram að sofa. Vaknaði um það leyti sem stelpurnar mínar voru að fara í ífróttaskólann og kom mér á lappir. Þær komu heim aftur færandi hendi með heitan pastarétt og brauð. Það er sko hugsað vel um mann. Ég fékk svo smá tíma til að jafna mig á meðan þær fóru með tengdapabba á Da Vinci sýninguna.
Þau náði í mig eftir hana og við fórum á kaffi Vín. Sem er víst orðið tælenskur veitingastaður en það var allt í lagi. Héldum því næst á myndlistarsýningu og eftir það í smá stund til ömmu. Við enduðum svo daginn í sexbíó á Lukku Láka. Rakel var ekki lengi að sofna eftir þennan dag og sjálf var ég að leka niður, var sofnuð klukkan ellefu.
Æ, var svo ótrúlega þreytt eitthvað áðan þegar ég vaknaði með Rakel. Svona er þetta að vera endalaust í bjórnum. Ég hef ekki farið svona mikið út síðan ég var í menntaskóla, ég er ekki að grínast.
Bjarndís var búin að bjóða okkur í afmæli á eftir en svo er litla afmælisbarnið veikt. Ætlum við stússumst þá ekki eitthvað í staðinn. Alltaf hægt að versla mat og jólagjafir. Já, jólgjafir. Við ætlum bara að byrja á þessu núna.
Kannski ég loki aðeins augunum á meðan Rakel horfir á barnatímann.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2008 | 08:59
Áfangasigur
Jess og jei og jei og jess!!! Hálft kíló í viðbót farið. Ég er búin að standa í stað í næstum mánuð (sem í sjálfu sér er áfangasigur því það hefur mér ekki tekist í háa herrans tíð og er bara alveg hreint mögnuð tilfinning að takast það) og var orðin úrkula vonar um halda áfram að léttast. Í von og óvon steig ég á vigtina í dag (alltaf vigtun á föstudögum) og viti menn, vigtin sýnir minna en síðast.
Þá eru þrjú kíló farin síðan í lok ágúst. Ég hefði kannski viljað vera búin að léttast meira en það er líka gott að léttast svona hægt því þá eru þetta pottþétt kíló sem eru farin.
Júhú.
Komaso. Óska mér til hamingju!!!
2.10.2008 | 22:11
Munnræpa
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki enn bloggað er sú að ég get hreinlega ekki haldið kjafti. Helst blaðra ég einhverja vitleysu um sjálfa mig eða þá bara almenna vitleysu. Ég blaðra út í eitt og ég er ekki alveg viss um að fólk sé að fíla það. Ég er svo upptekin af því að tala þessa dagana að ég get ekki skrifað.
Ég er að spá í að tékka á þessu Mímisliði á morgun þegar fjölskyldan mín er komin í ró.
Þegar ég var yngri fannst mér stundum sms vera verkfæri djöfulsins. Þau geta allvega skapað djöfulsins vitleysu. Ég er enn þann dag í dag stundum alveg að gefast upp á þeim.
1.10.2008 | 11:39
Nei
29.9.2008 | 22:19
Betri tíð
Ég er ekki beint búin að ná að slaka á en þetta er allt að koma.
Hrund gaf mér ís og knús í gær og gerði allt sem hún gat til þess að róa mig. Ég var hins vegar eins og hengd upp á þráð og lá eins og spýtukall uppi í rúmi, ófær um um að sofna. Bylti mér til hálf fjögur um nóttina og gat þá loksins sofnað, eins gott því ég var að drepast úr leiðindum. Vaknaði aftur eftir klukkutíma og var dágóða stund að sofna. Svo hringdi vekjaraklukkan hálf sjö. Þrír og hálfur tími í svefn.
Ég var eins og draugur upp úr öðrum draug en drattaðist í skólann. Fór í svæfandi tíma og skellti mér svo upp á Hlöðu þar sem ég lærði spænska málfræði á milli þess sem ég talaði við Kristínu í sms-marþoni. Ótrúlegt hvað maður þarf að tala alltaf.
Hitti vin minn hópavinnufélagann og við komumst að einhverri niðurstöðu. Hann ætlar að halda áfram með það sem hann er að gera og á meðan skrifa ég fyrirlesturinn. Svo ég gerði það í dag. Náði að klára svona 3/4, ætla að gera restina annað kvöld og glærur á miðvikudaginn. Held þetta svo og hugsa aldrei um þetta meir á fimmtudaginn.
Kútur var þreyttur þegar ég náði í hann. Þar sem ég var í fyrirlestrartráma í gær hjá mömmu fórum við óvenju seint heim og Rakel var ekki sofnuð fyrr en að verða korter í níu sem er allt of seint fyrir í hana. Hún var því ósköp lítil í sér en ég setti upp tjald fyrir hana og svo sat hún inni í því, perlaði og hlustaði á Pétur og úlfinn á meðan ég lærði.
Inskot: Hlíf og aðrir málfræðinördar, krílið mitt sagðist ætla 'að perla garðinn Péturs'. Er þetta ekki í einhverri mállýsku eða?
Ég hressti mig svo við í kvöldmatnum, sullaði miklu magni af tabasco út í kjötsúpuna, svo miklu að augun ætluðu út úr höfðinu á mér en ég vaknaði öll til lífsins. Mamma kom svo til að passa fyrir mig á meðan ég fór í afró.
Við grátum til skiptis hér á þessu heimili. Ég ætlaði að skutla Rakelinni í bað áður en ég hentist út en hún var ekki á því. Grét í fanginu á mér og ég skildi ekki neitt í neinu. Tókst loks að skilja að hún vildi fara með mér. Svo erfitt að vera svona þreyttur. Notaði allt sem ég átti til, talaði hana ofan í baðið, talaði á meðan ég skolaði af henni, þurrkaði henni og burstaði tennurnar. Hún vildi enga ömmu skinnið, bara mammí sína. Eiginlega vissi hún ekkert hvað hún vildi. Þóttist ekki vilja bók að lesa, söng né bænir. Brast svo aftur í grát þegar ég kvaddi en mamma sagði mér að hún hefði heldur betur orðið hress eftir að ég fór og heimtað þrjár bækur.
Mamma sæta las yfir fyrirlesturinn á meðan ég dansaði og núna sit ég hér á leið í sturtu og svo upp í rúmið mitt yndislega.
Blóm í haga.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2008 | 20:54
Skjótið mig núna
Í dag kláraði ég frekar leiðinlegt verkefni í íslensku. Ég veit ekki hvort eitthvað sem ég gerði var rétt. Því næst eyddi ég nær fimm tímum í að undirbúa fyrirlestur í spænsku. Þegar ég bar það sem við og hópavinnufélginn vorum búin að gera undir kennarann í tölvupósti kom í ljós að við gerðum ALLT VITLAUST. Við þurfum því eiginlega að byrja frá grunni. Hvenær í helvítinu á ég að hafa tíma til þess? Bara skrópa í öllum tímum, sleppa lærdómi fyrir önnur námskeið og geyma Rakel á leikskólanum?
Fyrir utan nú það að það er ekki talandi við félagann, það er bara eins og tala við vegg. Hann heldur ótrauður áfram í vitleysunni og ég kvíði því að hitta hann á morgun. Ég bara búin að missa mig bæði við hann og kennarann (ekki dónalega samt, bara í móðursýkiskasti). Kennarinn ætlar að taka tillit til þess að við fengum erfiðasta efnið en við eigum samt eftir að fá ömurlega einkunn.
Helvítis skítur.
Ég og hinn fimmtugi, rússneski hópavinnufélagi minn erum ekki alveg að bonda hérna.
Á leið heim frá mömmu áðan brast ég í grát í bílnum, algjörlega búin á því eftir þessi ömurlegheit. 'Af hverju ertu svona leið mammí' spurði krílið aftur í og ég kom því upp úr mér á milli ekkasoganna að það væri svo eherfiiiiiitt að læra. 'Þú lærir bara heima' sagði krílið snöggt upp á lagið. Ég vældi eitthvað um að ég gæti ekki meira. Krílið hafði engin fleiri svör en læddi lítilli hendi í lófa mér þegar við stigum út úr bílnum.
Ég er hætt í þessum helvítis skóla.
Vinir og fjölskylda | Breytt 29.9.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2008 | 10:42
Hvað er að gerast
Það er eitthvað að gerast inni í höfðinu á mér. Ég bara gleymi stundum hver ég er og hver ég vil vera. Það vella allskonar hlutir út úr mér sem ég meina ekki. Ég er alltaf að bíða eftir því að mér líði eins og ég sé 25 ára og fullorðin en ég snýst enn í kringum sjálfa mig eins og ég gerði þegar ég var krakkkjáni í menntaskóla. Ég bara veit ekki hvernig haustið leggst í mig og ég skil ekki fólkið í kringum mig. Hvað þá að ég skilji sjálfa mig.
Sjitt.
Mér er búið að vera illt í maganum síðan á föstudaginn og þetta er hinn klassíski magaverkur sem ég fæ þegar ég er eitthvað stressuð. Ég veit ekkert yfir hverju ég er svona stressuð, veit bara að það er ekki lærdómur. Ég þarf að róa mig niður.
Ég þarf að glósa upplýsingar um sjálfa mig þegar ég er með hutina á hreinu. Svo ég geti bara dregið punktana fram þegar ég er í bullinu og lesið um sjálfa mig: 'jáááá, svona líður mér venjulega í þessum aðstæðum, síðast þegar ég lenti í þessu þá brást ég svona við og það voru algjör mistök, það er betra að gera þetta hinsegin núna, einmitt já, þetta eru mín lífsmottó, ok ég fíla ekki svona fólk og ég vil ekki láta koma svona fram við mig ...'
Málið er bara að allt breytist svo hratt, hjá mér og hjá öðrum og ég næ ekkert að uppfæra mig á blaðinu.
Það er eitthvað hrikalegt eirðarleysi í mér. Ég þarf að fá útrás fyrir einhverju einhvern veginn.
Það er illa gert af lífinu að láta mann alltaf hafa sem mest að læra þegar heilinn starfar ekki sem skyldi.
Og Oddný. Ég veit að þú ert að lesa þetta og sálgreina mig. Hættu því. Hringdu í mig.
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar